Reyðarfjörður
Reyðarfjörður er kaupstaður á Austfjörðum og dregur nafn sitt af samnefndum firði. Þorpið hét upphaflega Búðareyri, en er nú kallaður Reyðarfjörður. Árið 2019 var íbúafjöldi um 1.350 (Hagstofa). Reyðarfjörður er hluti af sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Hafnaraðstaða er mjög góð í firðinum frá náttúrunnar hendi. Álver Alcoa-Fjarðaráls er í firðinum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Reyðarfjörður.
Stutt er í næstu byggðarkjarna; 13km á Eskifjörð, þar sem keyrt er yfir Hólmaháls; 18km á Fáskrúðsfjörð ef keyrt er í gegnum Fáskrúðsfjarðargöngin, sem voru tekin í notkun árið 2005; og 32km í Egilsstaði.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.