Fáskrúðsfjörður
Fáskrúðsfjörður (áður nefnt Búðir eða Búðakauptún) er þorp á Austfjörðum og stendur við samnefndan fjörð. Íbúar þar voru 753 í júní 2020. [1]
Verslun hófst á Búðum upp úr 1880 og tók fljótlega að myndast kauptún sem byggt er í landi jarðarinnar Búða. Fyrsti kaupmaður sem verslaði hér, hét Friðrik Wathne, en árið 1888 setti Carl D. C. Tulinius, kaupmaður á Eskifirði, upp útibú á staðnum.
Fyrir aldamótin 1900 og fram undir 1935 voru Búðir helsta bækistöð franskrar skútuútgerðar á Austfjörðum. Þar var franskur konsúll, franskt sjúkrahús og frönsk kapella. Franskur grafreitur er út með ströndinni norðanverðri, nokkru utan við bæinn, hjá Hölknalækjum.
9. september 2005 var lokið við gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar (Fáskrúðsfjarðargöng).[2] Þetta hefur orðið til þess að mikið af nýjum húsum hefur verið reist í bænum og mætti helst rekja það við álversframkvæmdir Alcoa hinum megin fjalls.
Tenglar
breyta- Bækistöðvar Fransmanna á Íslandi; 1. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1965
- Bækistöðvar Fransmanna á Íslandi; 2. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1965
Tilvísanir
breyta- ↑ „Fjarðabyggð“. Sótt 16. nóvember 2021.
- ↑ „Fáskrúðsfjarðargöng opnuð“, Morgunblaðið, 2005, skoðað þann 3. apríl 2014.