Hnappadalur
breið dalhvilft undir Snæfellsnesfjallgarði á Vesturlandi
Hnappadalur er breið dalhvilft undir Snæfellsnesfjallgarði. Fjallasýn úr Hnappadal er sérkennileg og mikilfengleg og í dalnum eru mörg eldvörp og mikil hraun. Eru þar helst Rauðamelskúlur, Rauðhálsar og Gullborg sem stíflaði af dalinn ofan hrauns og mynduðust við það stöðuvötnin Hlíðarvatn í Hnappadal og Oddastaðavatn. Helstu fjöll sem sjá má úr dalnum eru Hrútaborg (819 m), Kolbeinsstaðafjall (862 m) og Hafursfell og svo fjallstindar þrír, Þrífjöll, Skyrtunna og Hestur.
Heimildir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hnappadalur.
- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.