Sólheimasandur er jökulsandur sem myndaðist við jökulhlaup árið 1245 og 1262 og fleiri hlaup en hlaupin komu vegna Kötlugosa. Rennsli stærstu hlaupanna hefur verið áætlað 300 - 400 þúsund m3 á sekúndu. Framburður frá jökulhlaupum hafa einnig valdið því að ströndin hefur færst fram. Ströndin á milli Hjörleifshöfða og Höfðabrekkufjalla hefur færst fram um allt að 4 km.

Sólheimasandur með Eyjafjallajökli í baksýn

Jökulsá á Sólheimasandi rennur um sandinn. Á sandinum er flak af flugvél sem brotlenti þar.

Í þjóðsögum Torfhildar Hólm segir frá því að skessa hafi hafzt við á Sólheimasandi undir Eyjafjöllum og dregið oft föng að búi sinu, er rak á fjörurnar. Bóndinn í Skógum sá til ferða skessunnar er hún bar hnísu á bakinu, er nam við klæðafald hennar og taldi að hún hefði rænt sig og deyddi hana og var lánlítill eftir það.

Flugslys breyta

 
Flugvélahræ á Sólheimasandi

Á sandinum er flak bandarískrar herflugvélar, Douglas C-117D, sem hrapaði á sandinum árið 1973 vegna ísingar. Enginn lést. Flakið hefur orðið áfangastaður ferðamanna og varð vinsælla eftir að poppstjarnan Justin Bieber kom þangað.