Suðursveit
Suðursveit er sveit í Austur-Skaftafellssýslu. Hún nær frá Heinabergsvötnum vestri og vestur fyrir Nýgræður allangt fyrir vestan Jökulsá á Breiðamerkursandi. Sveitin er um 50 km frá austur- til vesturmarka.
Suðursveit var frá miðri 18. öld sérstakt hreppsfélag – Borgarhafnarhreppur.
Suðursveit skiptist í fjögur byggðahverfi. Austasta hverfið var kallað Mörk og þar voru bæirnir Skálafell, Sævarhólar, Smyrlabjörg, Uppsalir og Hreggsgerði. Næsta bæjarhverfi var Borgarhöfn og síðan Miðþorp en þar eru Kálfafellsstaður, Brunnar, Brunnavellir, Jaðar, Leiti og Kálfafell. Vestasta bæjarhverfið frá Steinasandi til Breiðamerkursands var áður fyrr Fellshverfi en nú Sunnansandabæir en þar eru bæirnir Steinar (seinna Sléttaleiti), Breiðabólstaður, Gerði, Hali, Reynivellir og Fell.
Þórbergur Þórðarson fæddist á Hala í Suðursveit. Jón Eiríksson konferensráð fæddist á Skálafelli 1728.
Heimild
breyta- Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu II.bindi bls. 131-132, Bókaútgáfa Guðjónsó, 1972