Þjóðvegur 35 er stofnvegur í Suðurkjördæmi Íslands. Vegurinn skiptist í tvo meginhluta: Biskupstungnabraut í byggð frá Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli vestan SelfossGullfossi, sem má teljast heldri hluti vegarins, og Kjalvegur yfir Kjöl tekur síðan við fyrir norðan Gullfoss og ber hann númerið 35 alla leið niður í byggð í Blöndudal. Þjóðvegur 35 er í heildina 237 km langur.

Biskupstungnabraut

breyta

Biskupstungnabraut er meginstofnvegurinn í Uppsveitum Árnessýslu vestan Hvítár og jafnframt aðalleiðin að Geysi og Gullfossi. Liggja allar helstu leiðir á svæðinu út frá henni, s.s. Þingvallavegur (36) í Þrastarskógi, Laugarvatnsvegur (37) við Svínavatn og aftur á Biskupstungnabraut við Múla, Skálholtsvegur (31) við Brúarárbrú hjá Spóastöðum og Hrunamannavegur (30) við Kjóastaði.

Í grennd við veginn er fjöldi áhugaverðra staða. Má þar nefna Kerið, fossinn Faxa í Tungufljóti og svo að sjálfsögðu Geysi og Gullfoss. Leiðin liggur einnig framhjá tveimur byggðarkjörnum við félagsheimilin Minni-Borg og Aratungu (Reykholt í Biskupstungum).

Sogsbrúin við Alviðru er á veginum. Upphaflega brúin var byggð 1905 og þótti hún mikil samgöngubót á sinni tíð. Núverandi brú er byggð 1983.

Biskupstungnabraut er 69 km löng frá Suðurlandsvegi við Selfoss upp að Gullfossi.

Kjalvegur

breyta

Kjalvegur taldist til fjallvega til skamms tíma og bar þá númerið F35 (og áður F37). Frá Gullfossi liggur hann upp með Hvítá að Hvítárvatni, fer þar yfir hana og liggur síðan að kjördæmamörkum á Fjórðungsöldu á Kili en kemur vegurinn þá yfir í Norðvesturkjördæmi. Þaðan liggur hann um Hveravelli, Auðkúluheiði og Blöndulón áður en hann kemur niður í Blöndudal við stöðvarhús Blönduvirkjunar.

Vegurinn endar við Svínvetningabraut (731) hjá Löngumýri utarlega í Blöndudal, en vegur 732 sem var kaflinn út Blöndudal frá Blönduvirkjun var bætt við Kjalveginn nýlega. Svínvetningabraut tengir síðan Kjalveg við Norðurlandsveg í Langadal.

Kjalvegur einn og sér er 168 km langur.

       

Tengt efni

breyta