Norðurá
Norðurá er bergvatnsá í Norðurárdal. Hún á upptök sín í Holtavörðuvatni á Holtavörðuheiði og renna margir lækir og ár í hana. Norðurá rennur um Norðurárdal uns hún sameinast Hvítá um 5,6 km frá sjó. Vatnasvið Norðurár er 518 km og lengd hennar frá Holtavörðuvatni að ósi í Hvítá er tæpir 61 km. Í Norðurá eru fossarnir Laxfoss og Glanni. Halli árinnar er mjög lítill upp að Sanddalsá ef undan er skilið svæðið milli Laxfoss og Glanna.

- Norðurá getur líka átt við Norðurá í Skagafirði.
Þegar Grábrókarhraun rann til austurs frá Grábrók fyrir um 3000 árum stíflaði hraunið Norðurá. Þá myndaðist stöðuvatn í dalnum sem smám saman fylltist af framburði árinnar. Áin gróf sig svo með tímanum í gegnum hraunhaftið.
Mikil laxveiði er í Norðurá og þar eru einnig urriði og bleikja. Árið 1982 veiddust 1455 laxar í Norðurá.
Heimildir Breyta
- „Norðurá“. Sótt 8.júlí 2010.
- „Mat á búsvæðum laxaseiða í Norðurá í Borgarfirði (höf. Friðþjófur Árnason og Sigurjón Einarsson, Veiðimálastofnun, febrúar 2009)“ (PDF). Sótt 8.júlí 2010.
- „Norðurá (svfr.is)“. Sótt 8.júlí 2010.