Hafnarfjall

fjall á Vesturlandi

Hafnarfjall er 844 m hátt fjall um 4 km suðaustur af Borgarnesi, nálægt Vesturlandsvegi. Fjallsins er getið í Landnámabók (Hafnarfjöll) og náði hið víðlenda landnám Skallagríms að því.

Hafnarfjall
Hæð844 metri
LandÍsland
SveitarfélagBorgarbyggð, Hvalfjarðarsveit
Map
Hnit64°29′35″N 21°53′33″V / 64.4931°N 21.8925°V / 64.4931; -21.8925
breyta upplýsingum

Hafnarfjall er snarbratt, skriðurunnið og hlíðarnar gróðurlausar. Það er hluti eldstöðvar sem var virk fyrir fjórum milljónum árum við Skarðsheiði. Það er að mestum hluta myndað úr blágrýti, en í norðurhlíð fjallsins finnast þó ljósleit klettanef úr granófýri sem heita Flyðrur. Þar ofan við er hæsti tindur fjallsins, Gildalshnúkur. Um það bil þrjá tíma tekur að ganga á Hafnarfjall og er þægilegast að ganga á það að norðan ofan Borgarfjarðarbrúar eða sunnan frá brekkurótum norðan Ölvers.

Undir fjallinu er Hafnarskógur sem er birkiskógur.Vindasamt er undir Hafnarfjalli og þar verða oft varhugaverðir sviptivindar.

Nálægir staðir

breyta

Heimild

breyta
  • „Vesturland - Afþreying og staðir“. Sótt 8.júlí 2010.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.