Ölfusborgir
Ölfusborgir eru orlofshúsabyggð sem telur 38 hús í eigu ýmissa stéttarfélaga í hlíðum Reykjafjalls 15km austur af Hveragerði. Húsin voru reist á 12 hektara spildu í landi Reykjatorfu í Ölfushreppi 1962-1965 með framlagi á fjárlögum frá 1957 til byggingar orlofshúsa á vegum ASÍ. Öll húsin voru teiknuð af Sigvalda Tordarson arkitekt og einkennast af stórum gluggum sem snúa í suður og afturhallandi flötu þaki. Fyrstu húsin voru tekin í notkun 12. september 1965.