Jökulsá á Fjöllum

Jökulsá á Fjöllum er önnur lengsta á Íslands, 206 km að lengd. Eins og nafnið gefur til kynna er hún jökulá sem rennur frá Vatnajökli, nánar tiltekið Dyngjujökli og Brúarjökli. Fossarnir Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss (de) eru í ánni. Nálægt eru þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi.

Jökulsá á Fjöllum
Jökulsá á Fjöllum við Dettifoss í Jökulsárgljúfrum
Map
Staðsetning
LandÍsland
Einkenni
UppsprettaVatnajökull
Hnit64°39′53″N 16°51′17″V / 64.664594°N 16.854814°V / 64.664594; -16.854814
Árós 
 • staðsetning
Öxarfjörður
Lengd206 km
Vatnasvið7.380 km²
Rennsli 
 • miðlungs183 m³/s
breyta upplýsingum

Árfarvegur Jökulsár á Fjöllum er mótaður af miklum jökulhlaupum sem flest tengjast líklega eldgosum í Vatnajökli. Áin rennur austan við Herðubreiðarlindir og markar austurjaðar Ódáðahrauns, norður eftir Kelduhverfi. Sandurinn sem áin hefur borið með hefur myndað sandana og flatlendið í Öxarfirði og Kelduhverfi.

Vatnasvið

breyta

Í Jökulsá á Fjöllum berst vatn undan Dyngjujökli og kvíslast um flatar eyrar áður en það safnast einn farveg. Hin meginupptökin eru undan Brúarjökli og heita aðalkvíslarnar Kreppa og Kverká. Þær sameinast fyrst í eitt vatnsfall og síðan vesturkvíslinni rétt austan við Herðubreiðarlindir.

Virkjanahugmyndir

breyta

Áin er hvergi virkjuð og sumarið 2008 gaf Landsvirkjun út yfirlýsingu þar sem tekið var fram að ekki stæði til að virkja Jökulsá á Fjöllum. [1]

Árið 2019 var áin friðlýst fyrir orkuvinnslu. [1]

Tenglar

breyta
  • Náttúrukortið - Jökulsá á Fjöllum
  • Friðlýsing Jökulsár á Fjöllum, ferill máls á Alþingi
  • „Hvenær er talið að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að mynda undirlendi í Öxarfirði með framburði sínum?“. Vísindavefurinn.

Heimildir

breyta
  1. Jökulsá á Fjöllum friðuð fyrir orkuvinnslu Rúv, skoðað 17 jan. 2020.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.