Paradísarlaut er gróðurvin í Grábrókarhrauni nokkru neðan við fossinn Glanna í Norðurá í landi jarðarinnar Hreðavatns. Þar eru stórar og fallegar lindir. Í nágrenni Paradísarlautar eru Deildartunguhver, Grábrók, Reykholt í Borgarfirði og Baula.

Leiðarlýsing

breyta

Þegar farið er að Paradísarlaut er beygt út af þjóðvegi 1, skömmu áður en komið er að Bifröst og er þar afleggjari vel merktur Paradísarlaut. Frá bílastæði og golfskála er gönguleið að Paradísarlaut og Glanna og gerður hefur verið góður útsýnispallur þaðan sem fossinn sést vel.

Nálægir staðir

breyta

Heimild

breyta
  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 9. júlí 2010.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.