Ölfusá er vatnsmesta á Íslands með meðalrennsli upp á 423 /sek. Ölfusá myndast milli Grímsness og Hraungerðishrepps úr Soginu og Hvítá og er 25 km löng frá upptökum til ósa vestan Eyrarbakka. Hún fellur niður með vesturjaðri Þjórsárhrauns. Áin er jökullituð og rennur í gegnum Selfoss í djúpri gjá sem talin er vera 9 m djúp. Þótt áin hafi jökulársvip er mikið af lindarvatni í henni og í kuldatíð getur hún orðið nánast tær. Í Ölfusi myndar áin mikið stórt stöðuvatn eða sjávarlón, Ölfusárós, áður en hún rennur út í sjó austan við Óseyri.

Ölfusá
Ölfusá í Selfoss
Map
Staðsetning
LandÍsland
Einkenni
Uppsprettaármót Hvítár og Sogs
Hnit63°59′20″N 20°57′49″V / 63.9889°N 20.9636°V / 63.9889; -20.9636
Árós 
 • staðsetning
hjá Óseyrartanga
Lengd185 km með Hvítá, 25 km án hennar
Vatnasvið5.760 ferkílómetri
Rennsli 
 • miðlungsum 400 m3/sec
breyta upplýsingum
Ölfusárós

Brýr á ánni eru tvær, Ölfusárbrú á Selfossi og Óseyrarbrú rétt utan við Eyrarbakka.

Árið 1891 var tekin í notkun brú á Ölfusá við Selfoss. Var það Tryggvi Gunnarsson sem hafði umsjón með byggingu hennar og bjó hann í Tryggvaskála, sem stendur við brúarsporðinn sunnanmeginn. Árið 1944 kom mjólkurbíll frá Reykjavík með annan í togi og þoldi brúin ekki þyngdina svo annar brúarstrengurinn slitnaði og bílarnir féllu báðir í ána. Annar lenti á grynningum þaðan sem síðar var hægt að ná honum upp en hinn fór í hyldjúpa gjána ásamt bílstjóranum. Bílstjóra þess bíls tókst að halda sér á varadekki þar til honum steytti á land við Selfoss-bæina fyrir vestan Selfosskirkju. Nýja brúin, sem enn þjónar sínum tilgangi, var tekin í notkun 22. desember 1945. Er hún 84 m löng milli stöpla.

Óseyrarbrú var tekin í notkun 3. september 1988 og var það þáverandi forsætisráðherra Íslands Þorsteinn Pálsson sem klippti á borðann. Brúin er 360 metra löng á 7 steinsteyptum stöplum.

Heimild

breyta

Tenglar

breyta