Ljósavatnsskarð er dalur í Suður-Þingeyjarsýslu sem liggur á milli Fnjóskadals að vestan og Köldukinnar og Bárðardals að austan. Norðan við dalinn eru Kinnarfjöll og Fornastaðafjall en sunnan við hann Ljósavatnsfjall og Birningsstaðafjall.

Ljósavatnsskarð

Í austanverðu Ljósavatnsskarði er allstórt stöðuvatn sem heitir Ljósavatn og úr því rennur Djúpá til Skjálfandafljóts. Talið er að einhverntíma hafi Skjálfandafljót runnið um skarðið til vesturs í Fnjóskadal. Nú rennur Þingmannalækur úr vestanverðu skarðinu til Fnjóskár.

Dalurinn (eða skarðið) er djúpur og breiður, nokkuð vel gróinn og hlíðar víða kjarri vaxnar. Allmikill skógur, Sigríðarstaðaskógur, er í norðanverðum dalnum. Í Ljósavatnsskarði eru allnokkrir bæir, þar á meðal kirkjustaðurinn Ljósavatn og Stórutjarnir, en þar er grunnskóli og sundlaug.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.