Öræfajökull

Mountain

64°00′52″N 16°40′30″V / 64.01444°N 16.67500°V / 64.01444; -16.67500

Öræfajökull og Fjallsárlón.
Hvannadalshnúkur horft frá Skaftafelli. Í forgrunni er Hafrafell.

Öræfajökull er eldkeila á Suðausturlandi (Austur-Skaftafellssýslu).[1] Yfir fjallinu er jökulhetta þ.e. Öræfajökullinn sjálfur, sem er jafnframt syðsti hluti Vatnajökuls. Hann fyllir stóra öskju efst á fjallinu. Margir skriðjöklar skríða út frá jökulhettunni niður fjallshlíðarnar og um dali við fjallsræturnar. Meðal þeirra eru Svínafellsjökull, Virkisjökull, Kotárjökull, Kvíárjökull og Hrútárjökull. Á norðurhlið fjallsins er Hvannadalshnúkur, hæsti tindur Íslands, 2.110 m. Öræfajökull (jökullinn sjálfur) er allur innan Vatnajökulsþjóðgarðs og fjallið að miklu leyti líka.

Öræfajökull er megineldstöð og hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma; fyrst 1362 þegar Litlahérað lagðist í eyði, og síðan minna gosi 1727. Mikið tjón varð í báðum gosunum og þeim fylgdi öskufall og jökulhlaup.

Eldstöðvarkerfi

breyta

Auk þess að vera megineldstöð er Öræfajökull sitt eigið eldstöðvarkerfi. Hann er einn af 41 eldstöðvakerfum á Íslandi og í millibergröð.[2]

Nýleg virkni

breyta

Í nóvember árið 2017 urðu jarðskjálftar undir jöklinum og mældust uppleyst efni í Kvíá sem kemur undan honum og bentu til þess að nýlegt jarðhitasvæði væri undir honum. Askja jökulsins hafði sigið meira en 20 metra. Í febrúar 2018 varð skjálfti af stærð 3,6 undir öskjunni.

Tindar

breyta
  • Hvannadalshnjúkur (2110 m)
  • Snæbreið (2041 m)
  • Sveinstindur (2044 m)
  • Sveinsgnípa (1925 m)
  • Dyrhamar (1917 m)
  • Eystri (1758 m) og Vestari Hnappur (1849m)
  • Rótarfjallshnúkur (1848 m)
 

Tilvísanir

breyta
  1. Þorleifur Einarsson: Myndun og mótun lands. Mál og Menning, 1994.
  2. „Eldvirkni | Icelandic Institute of Natural History“. www.ni.is. Sótt 6. maí 2024.

Tenglar

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.