Skeiðarárbrú er einbreið stálbitabrú á steyptum stöplum sem spannar Skeiðará á Skeiðarársandi. Framkvæmdir hófust í september 1972 og brúin var vígð 14. júlí 1974. Með henni var lokið gerð hringvegar um Ísland sem markvisst hafði verið stefnt að frá 1967. Brúin þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma enda reist á djúpum sandi yfir síbreytilegan árfarveg sem reglulega verður fyrir jökulhlaupum. Brúin er þar að auki lengsta brú Íslands, 880 metra löng, þó upphaflega hafi hún verið 904 m, en brúin styttist þegar skemmdir hlutar hennar voru endurbyggðir eftir hlaupið 1996. Á brúnni eru 5 útskot til mætinga. Hún sannaði gildi sitt í jökulhlaupinu sem varð í kjölfar eldgoss í Grímsvötnum 1996 þótt hluti hennar skemmdist; austasti hlutinn fór alveg og landfestingin vestanmegin hrundi einnig. Brúin yfir Gígjukvísl, vestar á sandinum, eyðilagðist þá algjörlega.

Skeiðarárbrú árið 2014.

Farvegur árinnar breyttist sumarið 2009 þegar hún rann saman við Gígjukvísl til vesturs. Af þeim sökum var hún tekin úr notkun árið 2017 og er mun minni brú til hliðar við gömlu brúna. Aðeins Morsá rennur undir nýju brúna. [1]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Tilvísanir

breyta
  1. Ekki lengur ekið yfir lengstu brú landsins Rúv, skoðað 5. sept, 2017.