Pétursey
Pétursey er 274 m hátt móbergsfjall sem stendur stakt austan við Sólheimasand í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Áður var fjallið kallað „Eyjan há“ og eru merki um að eitt sinn hafi það verið umflotið sjó.
Pétursey | |
---|---|
Hæð | 274 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Mýrdalshreppur |
Hnit | 63°28′03″N 19°16′22″V / 63.467388°N 19.272671°V |
breyta upplýsingum |
Við Pétursey stendur hóll sem nefnist Eyjarhóll, hann er talinn vera gamall gígtappi úr blágrýti, myndaður á hafsbotni. Við Pétursey er svæði Hestamannafélagsins Sindra. Nokkrir bæir standa við Pétursey: Eystri-Pétursey, Vestri-Pétursey, Vellir, Nykhóll og Eyjarhólar.
Í Pétursey er allstór skúti sem nefnist Eyjahellir, þar geymdu bændur við Pétursey báta og veiðarfæri. Einnig er uppi í brekku ból kallað Reipaból, þar voru geymd reipi. Einn af bátum sem þar voru geymdir er núna í Byggðasafninu á Skógum undir Eyjafjöllum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Pétursey.