Hólmsheiði er heiði og stórt útivistarsvæði austan við Reykjavík og Rauðavatn. Hólmsá rennur sunnan við heiðina milli Nátthagavatns og Elliðavatns. Fangelsið á Hólmsheiði er á heiðinni. Þar hefur verið umtalsverð skógrækt og heiðin verið skilgreind sem hluti af græna treflinum umhverfis Höfuðborgarsvæðið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.