Gljúfurá (Borgarfirði)

Gljúfurá er á sem á upptök sín í Langavatni á Mýrum. Reyndar er affallið úr Langavatni áin Langá en fljótlega þá klofnar Glúfurá út frá Langá og rennur til vesturs en Langá til suðurs. Glúfurá rennur langa leið niður í Norðurárdal og sameinast Norðurá stutt frá ármótum Norðurár og Hvítár. Þjóðvegur 1 fer yfir Gljúfurá skammt frá Svignaskarði en þar rennur hún í gegnum gljúfrið sem hún tekur nafn sitt af. Yfir Gljúfurá liggja tvær brýr skammt frá hvor annarri, gamla og nýja brúin. Þar er gott að leggja bílum og má ganga upp og niður með ánni, þangað sem gljúfrið endar og áin fellur niður á jafnsléttu.

Gljúfurá (Borgarfirði)

Heimildir breyta

  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  • „Gljúfurá (svfr.is)“.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.