Sumarólympíuleikarnir 2008

(Endurbeint frá Ólympíuleikarnir 2008)

Sumarólympíuleikarnir 2008 voru haldnir í Peking í Alþýðulýðveldinu Kína frá 8. ágúst til 24. ágúst 2008. Í kjölfar leikanna voru Sumarólympíuleikar fatlaðra 2008 haldnir þar frá 6. september til 17. september. Um 10.500 íþróttamenn tóku þátt í 302 keppnum í 28 íþróttagreinum, aðeins einni keppni meira en á síðustu ólympíuleikum. Leikarnir voru haldnir á landi tveggja landsnefnda í þriðja skiptið í sögu leikanna, þar sem hluti þeirra fer fram í Hong Kong sem er með eigin nefnd.

29. sumarólympíuleikarnir
Bær: Peking, Kína
Þátttökulönd: 204+2
Þátttakendur: 10.899
(6.290 karlar, 4.609 konur)
Keppnir: 302 í 28 greinum
Hófust: 8. ágúst 2008
Lauk: 24. ágúst 2008
Settir af: Hu Jintao forseta
Íslenskur fánaberi: Örn Arnarson
Þjóðarleikvangurinn í Peking („Hreiðrið“) er aðalleikvangur Ólympíuleikanna.

Peking var valin eftir kosningu Alþjóða ólympíunefndarinnar 13. júlí 2001.

Leikarnir

breyta

Einstakir afreksmenn

breyta

Usain Bolt frá Jamaíka var stærsta stjarna leikanna. Hann setti heims- og ólympíumet í 100 og 200 metra hlaupi, 9,69 sekúndur og 19,30 sekúndur. Sundmaðurinn Michael Phelps slóst við hann um athyglina með átta gullverðlaunum og sló sjö heimsmet í leiðinni.

Tenniskeppnin fékk mikla athygli á leikunum þar sem Spánverjinn Rafael Nadal fór með sigur af hólmi. Lionel Messi var burðarásinn í Ólympíumeistaraliði Argentínu en nokkrir eldri leikmenn voru leyfðir til að styrkja ungmennaliðin í karlaflokki. Kínverjar unnu liðakeppni kvenna í fimleikum í fyrsta sinn og kínverska liðið hlaut langflest gullverðlaunin í fimleikakeppni beggja kynja.

Handknattleikskeppni ÓL 2008

breyta

Íslendingar tryggðu sér sæti á ÓL í forkeppnisleikjum í Póllandi í júnímánuði. Tólf lið kepptu í tveimur sex liða riðlum þar sem fjögur efstu lið úr hvorum komust í fjórðungsúrslit. Upphafsleikur Íslands var 33:31 sigur á Rússum og því næst tók við sigur á Þjóðverjum. Íslendingum var kippt niður á jörðina aftur með tapi á móti Suður-Kóreu. Í kjölfarið komu tveir 32:32 jafnteflisleikir gegn Dönum og Egyptum. Þrjú lið voru jöfn með sex stig á toppi riðilsins en Ísland mátti sætta sig við þriðja sætið vegna innbyrðisviðureigna.

Í fjórðungsúrslitum voru mótherjar Íslands Pólverjar, sem leiddu með fimm marka forystu í hálfleik. Eftir hlé sneri íslenska liðið taflinu við og vann 32:30. Í undanúrslitum voru mótherjarnir Spánverjar, þar sem Ísland náði snemma forystunni og vann að lokum 36:30. Íslendingar voru öruggir á verðlaunapall og mættu ógnarsterku liði Frakka í úrslitum, sem hafði slegið út Króata í hinni unanúrslitaviðureigninni. Frakkar höfðu talsverða yfirburði, náðu fimm marka forystu í hálfleik og héldu henni allt til loka. Íslendingar fengu hins vegar silfurverðlaunin og öllum leikmönnum liðsins var í mótslok veitt fálkaorðan úr hendi forsetans.

Þátttaka

breyta

Þátttaka Íslendinga á leikunum

breyta

Auk handboltalandsliðsins sendu Íslendingar þrettán íþróttamenn til keppni á leikunum.

Þrír keppendur tóku þátt í frjálsum íþróttum, þar sem Þórey Edda Elísdóttir náði hæst 25. sæti í stangarstökki og var talsvert frá sínu besta. Íslendingar áttu sitthvorn keppandann í júdó og badminton. Átta sundmenn voru skráðir til leiks en ekkert þeirra komst upp úr fyrstu umferð.

Keppendur eftir löndum

breyta

Hér fyrir neðan er listi yfir þau lönd sem eru með landsnefnd og fjöldi keppenda í sviga.

Íslendingar fengu ein verðlaun og það var íslenska handknattleikslandsliðið sem vann silfurverðlaun en það er aðeins önnur silfurverðlaun Íslands í sögu þess.

Dagatal

breyta

Í eftirfarandi dagatali yfir Ólympíuleikana 2008 táknar hver blár reitur einn keppnisviðburð, t.d. undankeppni, á þeim degi. Gulu reitirnir eru dagar þar sem verðlaun eru afhent. Hver punktur í þessum reitum táknar úrslitakeppni.

 ●  Opnunarhátíð     Keppni  ●  Úrslit     Sýning  ●  Lokahátíð
ágúst 6.  
m
7.  
f
8.  
f
9.
l
10.
s
11.
m
12.
þ
13.
m
14.
f
15.
f
16.
l
17.
s
18.
m
19.
þ
20.
m
21.
f
22.
f
23.
l
24.
s
gull
Hátíðir
Badminton 5
Blak 4
Bogfimi 4
Borðtennis 4
Dýfingar 8
Fimleikar


18
Frjálsar íþróttir








47
Glíma 18
Hafnarbolti 1
Handbolti 2
Hestaíþróttir 6
Hjólreiðar 18
Hnefaleikar

11
Hokkí 2
Júdó 14
Kajak- og kanóróður

16
Kappróður



14
Knattspyrna 2
Körfubolti 2
Listsund 2
Ólympískar Lyftingar 15
Mjúkbolti 1
Nútímafimmtarþraut 2
Siglingar 11
Skotfimi 15
Skylmingar 10
Sund







34
Sundknattleikur 2
Tennis 4
Tækvondó 8
Þríþraut 2
ágúst 6.
m
7.
f
8.
f
9.
l
10.
s
11.
m
12.
þ
13.
m
14.
f
15.
f
16.
l
17.
s
18.
m
19.
þ
20.
m
21.
f
22.
f
23.
l
24.
s

Verðlaunahafar eftir löndum

breyta
Nr. Land Gull Silfur Brons Samtals
1   Kína 51 21 28 100
2   Bandaríkin 36 38 36 110
3   Rússland 23 21 28 72
4   Bretland 19 13 15 47
5   Þýskaland 16 10 15 41
6   Ástralía 14 15 17 46
7   Suður Kórea 13 10 8 31
8   Japan 9 6 10 25
9   Ítalía 8 9 10 27
10   Frakkland 7 16 18 41
11   Úkraína 7 5 15 27
12   Holland 7 5 4 16
13   Kenýa 6 4 4 14
14   Jamæka 6 3 2 11
15   Spánn 5 10 3 18
16   Hvíta-Rússland 4 5 10 19
17   Rúmenía 4 1 3 8
18   Eþíópía 4 1 2 7
19   Kanada 3 9 6 18
20   Ungverjaland 3 5 2 10
21   Pólland 3 6 1 10
22   Noregur 3 5 1 9
23   Brasilía 3 4 8 15
24   Tékkland 3 3 0 6
25   Nýja-Sjáland 3 2 4 9
26   Slóvakía 3 2 1 6
27   Georgía 3 0 3 6
28   Kúba 2 11 11 24
29   Kasakstan 2 4 7 13
30   Danmörk 2 2 3 7
31   Mongólía 2 2 0 4
31   Tæland 2 2 0 4
33   Sviss 2 1 4 7
34   Norður-Kórea 2 1 3 6
35   Argentína 2 0 4 6
36   Mexíkó 2 0 1 3
37   Tyrkland 1 4 3 8
38   Simbabve 1 3 0 4
39   Aserbaídsjan 1 2 4 7
40   Úsbekistan 1 2 3 6
41   Slóvenía 1 2 2 5
42   Búlgaría 1 1 3 5
  Indónesía 1 1 3 5
44   Finnland 1 1 2 4
45   Lettland 1 1 1 3
46   Belgía 1 1 0 2
  Dóminíska lýðveldið 1 1 0 2
  Eistland 1 1 0 2
  Portúgal 1 1 0 2
50   Indland 1 0 2 3
  Serbía 1 0 2 3
52   Íran 1 0 1 2
53   Kamerún 1 0 0 1
  Panama 1 0 0 1
  Túnis 1 0 0 1
56   Svíþjóð 0 4 1 5
57   Króatía 0 2 3 5
  Litháen 0 2 3 5
59   Grikkland 0 2 2 4
60   Trínidad og Tóbagó 0 2 0 2
61   Nígería 0 1 3 4
62   Austurríki 0 1 2 3
  Írland 0 1 2 3
64   Alsír 0 1 1 2
  Bahamaeyjar 0 1 1 2
  Kólumbía 0 1 1 2
  Kirgistan 0 1 1 2
  Marokkó 0 1 1 2
  Tadsjikistan 0 1 1 2
70   Ekvador 0 1 0 1
  Ísland 0 1 0 1
  Malasía 0 1 0 1
  Síle 0 1 0 1
  Singapúr 0 1 0 1
  Suður-Afríka 0 1 0 1
  Súdan 0 1 0 1
  Víetnam 0 1 0 1
78   Armenía 0 0 6 6
79   Tævan 0 0 4 4
80   Afganistan 0 0 1 1
  Egyptaland 0 0 1 1
  Ísrael 0 0 1 1
  Moldavía 0 0 1 1
  Máritíus 0 0 1 1
  Togo 0 0 1 1
  Venesúela 0 0 1 1
Alls 302 303 353 958