Peking

Borghérað og höfuðborg Kína

39°54′24″N 116°23′51″A / 39.90667°N 116.39750°A / 39.90667; 116.39750

Peking
北京
Forboðna borgin, heimili keisara af Ming-ættum og Tjing-ættum
Staðsetning Peking 北京
Staðsetning Peking höfuðborgar Kína.
LandKína16 borgarhverfi, 343 bæjarfélög og undirhverfi
BorghéraðBeijing
Stofnun1045 f.Kr.
Undirskiptingar16 borgarhverfi, 343 bæjarfélög og undirhverfi
Stjórnarfar
 • FlokksritariYin Li
Flatarmál
 • Samtals16.410,5 km2
Hæð yfir sjávarmáli
43,5 m
Mannfjöldi
 (2020)
 • Samtals21.893.095
 • Þéttleiki1.300/km2
Póstnúmer
100000–102629
TímabeltiUTC+08:00
Vefsíðahttp://www.beijing.gov.cn/
Peking
Gervihnattarmynd frá NASA af borginni

Peking (stundum ritað Beijing) er höfuðborg Alþýðulýðveldisins Kína. Á kínversku Beijing, (北京), merkir nafnið „Norður-höfuðborg“. Norður, vestur og suður af Peking er Hebei-hérað og í suðaustri er sveitarfélagið Tianjin.

Árið 2020 bjuggu um 19 milljónir búa í Peking í borgarkjarnanum, en heildaríbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar (stórborgarsvæðinu) var um 21,9 milljónir. Peking er miðpunktur mennta og menningar auk þess sem stjórnvöld stýra landinu þaðan. Sjanghæ og Hong Kong eru hins vegar meira áberandi hvað varðar efnahagsleg umsvif. Borgin er kunn fyrir ríkulegar hallir, hof og gríðarstóra steinveggi og hlið. Listasöfn borgarinnar og háskólar hennar gera hana að menningarmiðstöð landsins.

Nafn breyta

Frá 1928[1]  til 1949, var borgin kölluð Beiping (北平), sem þýðir „Norðlægur friður“. Nafninu var breytt þegar Kuomintang setti á fót höfuðborg í Nanking (南京) („suður-höfuðborg“).

Við stofnun Alþýðulýðveldisins Kína endurreisti Kommúnistaflokkur Kína Peking sem höfuðborg landsins. Kaldara loftslag er í Peking, heldur en í Aþenu.

Saga breyta

 
Hið himneska hof

Borgir stóðu þar sem nú er Peking á fyrsta árþúsundi fyrir Krist og höfuðborg Yan-ríkisins (燕), var stofnuð við Ji (T: 薊 / S: 蓟), nærri því hvar Peking stendur í dag.

Á tímum Sui- og Tang-ættanna, voru einungis litlir bæir þar sem Peking er nú. Fjöldi fornra skálda sótti staðinn heim og syrgði fornar borgir.

Árið 936, afsalaði seinni Jin-ættin (936-947) sér stórum hluta Norður-Kína á sitt vald, þar með talinn þann stað þar sem Peking stendur nú, til Liao-ættarinnar. Árið 938 reisti Liao-ættin borg þar sem nú er Peking og kallaði hana Nanjing („suður-höfuðborg“). Árið 1125 innlimaði Jinn-ættin Liao, og flutti höfuðborg sína árið 1153 til Peking en kallaði hana Zhongdu (中都), eða „Mið-höfuðborgina“, suðvestur af miðborg Peking nútímans.

Mongólar brenndu Zhongdu til grunna 1215 og byggðu sína eigin stór-höfuðborg, Dadu (大都), norður af höfuðborg Jin-ættarinnar árið 1267 og markar það upphaf Peking. Markó Póló kallaði svæðið „Cambuluc“. Kublai Khan, sem vildi verða keisari Kína, byggði sína borg svo norðarlega fremur en nær miðju landsins svo hún stæði nær þeim stað þar sem veldi hans var mest, í Mongólíu. Enn má sjá leifar af borgarmúr reistum af Mongólum í Peking.

Þriðji Ming-keisarinn Zhu Di (朱棣) flutti höfuðborg Ming-ættarinnar frá Nanjing til Peking (北京), árið 1403. Meðan Ming-ættin ríkti tók borgin á sig mikinn hluta núverandi myndar. Borgarmúrar Peking frá Ming-tímabilinu þjónuðu sem borgarmúrar uns þeir voru rifnir og annar hringvegurinn lagður þar sem þeir stóðu áður.

Landafræði breyta

 
Wansong-pagóðan

Peking stendur á norðurodda hinnar svo til þríhyrndu Norður-Kína sléttu sem er opin til suðurs og austurs. Fjöllin í norðri skýla borginni og landbúnaðarhéruðum frá eyðimörkinni í norðri.

Kínamúrinn, liggur að hluta í gegnum nyrðri hluta borgarinnar, varði borgina frá áhlaupum flækinga úr auðninni.

Borgin breyta

Götur breyta

Chang'an breiðgatan liggur þvert í gegnum miðja borgina frá austri til vesturs fram hjá Tian'anmen. Kínversk stjórnvöld kalla breiðgötuna oft „fyrsta stræti Kína“.

Byggingarlist breyta

Í Peking eru ríkjandi þrír meginstraumar í byggingarlist. Í fyrsta lagi eru þar hús í hefðbundnum stíl kínverska keisaradæmisins. Ef til vill eru bestu dæmin um byggingar í þessum stíl Hlið hins himneska friðar og Forboðna borgin. Í öðru lagi eru byggingar í hinum svonefnda „sínó-sov“-stíl. Þetta eru hús sem reist voru á sjötta, sjöunda og áttunda áratugunum. Að lokum er þó nokkuð um nútímabygginarlist í Peking.

Samgöngur breyta

Segja má að Peking sé mikilvægasta samgöngumiðstöð landsins. Umhverfis borgina liggja fimm hringvegir. Í borginni er neðanjarðarlestakerfi sem tekið var í notkun árið 1971. Auk þess eru léttlestir ofanjarðar sem þjóna samgöngum innan borgarinnar. Þrjár lestarstöðvar þjóna samgöngum inn og úr borginni auk nokkurra annarra lestarstöðva í útjöðrum borgarinnar; þangað koma mörghundruð lestir á hverjum degi.

Um 20 km norðaustur af miðborginni er Alþjóðaflugvöllurinn í Peking. Hluti flugvallarins var gerður upp fyrir Ólympíuleikana 2008. Á flugvellinum eru þrjár flugstöðvar en þriðja flugstöðvarbyggingin er ein sú stærsta í heimi. Fimm minni flugvellir í námunda við borgina þjóna einkum innanlandsflugi.

Ferðamennska breyta

Tian'anmen (hlið hins himneska friðar) er andlegur miðdepill Kína, hvort sem er vegna sjálfs sín eða þeirrar staðreyndar að þar er aðgangurinn að Forboðnu borginni. Þá er og á heimsminjaskrá Badaling, bútur úr Kínamúrnum, Sumar-höllin, og hið himneska hof.

Athygliverðir staðir breyta

Útvarp breyta

Þrjár útvarpstöðvar senda út efni á ensku en það eru: Hit FM á FM 88.7, Easy FMá FM 91.5, og Radio 774 á AM 774.

Menntun breyta

 
Bókabúð í Xidan

Í Peking er mikill fjöldi menntastofnanna, þar á meðal Tsinghua-háskóli og Peking-háskóli. Að auki eru að minnsta kosti 57 aðrir skólar á háskólastigi í Peking. Á hverju ári koma margir skiptinemar til borgarinnar frá Japan, Kóreu, Suðaustur-Asíu, Norður-Ameríku, Evrópu og víðar.

Íþróttir breyta

Árið 2008 voru Sumarólympíuleikarnir og sumarólympíumót fatlaðra haldin í Peking. Af því voru byggð mörg ný íþróttamannvirki í borginni.

Mörg íþróttalið hafa aðsetur í borginni, svo sem hafnaboltaliðið Peking-tígurnir, íshokkíliðið Kínahákarlarnir, körfuknattleiksliðið Peking-endurnar og knattspyrnuliðin Peking Guoan og Peking Hongdeng.

Vinabæir breyta

Peking hefur komið á fót vinabæjarsambandi við eftirtaldar borgir:[2]

Borg Land Vinabæjarsamband frá:
Tókýó Japan 14. mars, 1979
New York-borg Bandaríkin 25. febrúar, 1980
Belgrad Serbía 14. október, 1980
Líma Perú 21. nóvember, 1983
Washington, D.C. Bandaríkin 15. maí, 1984
Madríd Spánn 16. september, 1985
Rio de Janeiro Brasilía 24. nóvember, 1986
Île-de-France (région í kringum París) Frakkland 2. júlí, 1987
Köln Þýskaland 14. september, 1987
Ankara Tyrkland 20. júní, 1990
Kaíró Egyptaland 28. október, 1990
Islamabad Pakistan 8. október, 1992
Djakarta Indónesía 8. október, 1992
Bangkok Taíland 26. maí, 1993
Buenos Aires Argentína 13. júlí, 1993
Seúl Suður-Kórea 23. október, 1993
Kíev Úkraína 13. desember, 1993
Berlín Þýskaland 5. apríl, 1994
Brussel Belgía 22. september, 1994
Hanoi Víetnam 6. október, 1994
Amsterdam Holland 29. október, 1994
Moskva Rússland 16. maí 1995
París Frakkland 23. október, 1997
Róm Ítalía 28. maí, 1998
Gauteng Suður-Afríka 6. desember, 1998
Ottawa Kanada 18. október, 1999
Canberra Ástralía 14. september, 2000
Maníla Filippseyjar 14. nóvember, 2005

Neðanmálsgreinar breyta

  1. „1928, Jan. 2001. The Encyclopedia of World History“. Sótt 24. nóvember 2007.
  2. „Beijing Official Website International“. Sótt 24. nóvember 2007.

Tenglar breyta

Fyrir ferðalanga breyta

Myndir breyta