Þessi grein fjallar um eyjuna Stóra Bretland, upplýsingar um ríkið er að finna á Bretland.

Stóra-Bretland er stærsta eyjan í eyjaklasa undan vesturströnd Evrópu sem nefnist Bretlandseyjar. Á eyjunni er að finna löndin England, Skotland og Wales. Hún er umflotin Norðursjó, Ermarsundi, Írlandshafi og Atlantshafi.

Stóra Bretland er staðsett á milli Írlands og meginlands Evrópu.

Eyjan er 229.850 ferkílómetrar að flatarmáli, stærsta eyja Evrópu og sú áttunda stærsta í heiminum. Með 60 milljón íbúa er Bretland jafnframt þriðja fjölmennasta eyja heims, á eftir Jövu og Honsú (Japan). Eyjan er láglend í suðri og austri en hæðir og fjöll einkenna norður- og vesturhluta hennar. Fyrir lok síðustu ísaldar var Stóra-Bretland skagi út frá meginlandi Evrópu en þegar yfirborð sjávar hækkaði myndaðist Ermarsund sem í dag skilur eyjuna frá meginlandinu. Golfstraumurinn streymir hjá eyjunni og gerir það að verkum að loftslag þar er mildara en víða annars staðar á svipaðri breiddargráðu í heiminum.

Nafngiftin Stóra-Bretland er tilkomin vegna þess að er til annað Bretland, Bretagne-hérað í Frakklandi sem er hinum megin við Ermarsund og sem hefur verið kallað Litla-Bretland eða Brittany á ensku þar sem -ny er smækkunarending.

Tenglar

breyta
  • „Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?“. Vísindavefurinn.
  • „Eru einhver fjöll á Bretlandi?“. Vísindavefurinn.