Stangarstökk er íþróttagrein þar sem keppt er í að stökkva sem hæst með aðstoð sveigjanlegrar stangar. Líkt og í hástökki fær keppandinn þrjár tilraunir til að reyna við hverja hæð. Stöngin sem er notuð er misjafnlega löng og stíf og gerð fyrir mis mikinn þunga, en er á milli 3,05 og 5,30 metrar á lengd. Keppandi tekur atrennu að ránni sem stokkið er yfir og setur enda stangarinnar í stálklæddan stokk sem er undir henni og notar svo vogarafl og skriðþunga til að hefja sig upp á stönginni og yfir rána. Ráin er laus og fellur niður ef keppandinn eða stöngin rekst í hana.

Théo Mancheron keppir í stangarstökki á franska meistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2013.

Þriðju ólympíuverðlaunin sem íslenskir keppendur hafa unnið voru bronsverðlaun sem Vala Flosadóttir vann í stangarstökki á ólympíuleikunum árið 2000. Hún stökk 4,5 metra.

Heimsmethafi karla er Svíinn Armand Duplantis sem stökk 6,23 metra.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.