Mjúkbolti er hópíþrótt sem er aðallega vinsæl í Bandaríkjunum. Honum svipar mjög til hafnabolta. Leikurinn var búinn til af George Hancock í Chicago árið 1887 og var fyrst kallaður „innanhússhafnabolti“. Hann hugsaði leikinn sem leið til að halda hafnaboltaleikmönnum í þjálfun yfir vetrartímann.

Mjúkboltaleikur

Mjúkbolti var valinn sem ólympíugrein 1996 en árið 2005 kaus Alþjóða ólympíunefndin að taka bæði hafnabolta og mjúkbolta út af dagskránni fyrir Óympíuleikana 2012.

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.