Tennis

Spaðaíþrótt

Tennis er spaðaíþrótt sem leikin er milli tveggja leikmanna eða tveggja liða með tveim leikmönnum í hverju liði sem kallast tvíliðaleikur. Notast er við tennisbolta sem slá á yfir net og á vallarhelming andstæðingsins. Boltinn má ekki skoppa tvisvar á sama vallarhelmingi. Við uppgjöf þarf maður að hitta inn í kassa sem er ská á móti manni til þess að byrja stigið. Það eru fjögur aðalmót í tennis, Ástralska opna meistaramótið, Franska opna meistaramótið, Wimbledon-mótið og Bandaríska opna meistaramótið.

Tim Henman að gefa upp.
  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.