Opna aðalvalmynd
Glímumenn
Íslenskir glímukappar ganga fylktu liði á Austurvelli 1925

Glíma er íslensk íþrótt. Í upphafi viðureignar heilsast glímumenn, taka sér stöðu, taka tökum og stíga. Þegar báðir eru tilbúnir gefur yfirdómari merki, mega þeir þá sækja brögðum hvor gegn öðrum. Markmiðið í hverri viðureign er að veita andstæðingnum byltu með löglegu glímubragði, en halda jafnvægi sjálfur að því loknu.

Helsta mót glímunnar er Grettisbeltið hjá körlum og Freyjumenið hjá konum. Grettisbeltið er einn elsti verðlaunagripur hér á landi

Glíma flokkast sem fangbragðaíþrótt eins og til dæmis júdó og súmó.

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta