1974
ár
(Endurbeint frá Október 1974)
Árið 1974 (MCMLXXIV í rómverskum tölum) var 74. ár 20. aldar og byrjaði á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 10. janúar - Þjóðgarður var stofnaður í Jökulságljúfrum.
- 11. janúar - Fyrstu sexburar, sem lifðu af, fæddust í Höfðaborg í Suður-Afríku. Móðirin var Susan Rosenkowitz.
- 30. janúar - G. Gordon Liddy var dæmdur sekur í Watergate-málinu.
Febrúar
breyta- 4. febrúar - Patriciu Hearst, 19 ára barnabarni útgefandans William Randolph Hearst, var rænt.
- 7. febrúar - Grenada öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi.
- 8. febrúar - Concorde-þota lenti í Keflavík.
- 13. febrúar - Rithöfundinum og nóbelsverðlaunahafanum Alexander Solzhenitsyn var vísað frá Sovétríkjunum.
- 18. febrúar - Hljómsveitin KISS sendi frá sér samnefnda plötu, þeirra fyrstu.
- 26. febrúar - Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi leikritið Kertalog eftir Jökul Jakobsson.
- 27. febrúar - People Magazine kom út í fyrsta sinn.
Mars
breyta- 1. mars - Sjö aðilar voru kærðir fyrir að hindra réttvísina í Watergate-málinu.
- 8. mars - Charles de Gaulle-flugvöllur var opnaður í París.
- 10. mars - Japanski hermaðurinn Hiroo Onoda gafst upp fyrir Filippseyingum, 29 árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar.
- 12. mars - Háskóli Íslands sæmdi Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson titlinum doctor litterarum islandicum honoris causa.
- 13. mars - Græna byltingin var kynnt í Reykjavík, en samkvæmt þeim hugmyndum skyldi skipuleggja öll opin svæði og gera göngustíga og hjólreiðabrautir.
- 17. mars - Sölubanni OPEC-ríkjanna var aflétt og olíukreppan 1973 tók enda.
- 21. mars - Forseti sameinaðs Alþingis tók við undirskriftalista „Varins lands“ með undirskriftum um 55.500 Íslendinga, sem mótmæltu hugsanlegri uppsögn varnarsamnings við Bandaríkin.
- 22. mars - Bandaríkjaþing samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem kvað á um jafnrétti kynjanna.
- 29. mars - Kínverskir bændur uppgötvuðu leirherinn.
Apríl
breyta- 3. apríl - Alþingi lýsti Surtsey friðland.
- 4. apríl - Seðlabankinn hóf að selja þjóðhátíðarmynt að verðgildi 500 kr., 1000 kr. og 10000 kr. og rann ágóðinn í þjóðhátíðarsjóð.
- 6. apríl - Sænska hljómsveitin Abba vann Eurovision. Þetta var í fyrsta skipti sem sænsk hljómsveit vann keppnina.
- 10. apríl - Golda Meir sagði af sér sem forsætisráðherra Ísraels.
- 25. apríl - Nellikubyltingin hófst í Portúgal.
Maí
breyta- 8. maí - Kristján Eldjárn rauf þing að ósk forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar.
- 12. maí - Rithöfundasamband Íslands var endurstofnað sem sameinað stéttarfélag íslenskra rithöfunda.
- 20. maí - Háskólinn í Óðinsvéum sæmdi Kristján Eldjárn heiðursdoktorsnafnbót.
Júní
breyta- 3. júní - Menntaskólinn á Ísafirði útskrifaði fyrstu stúdentana.
- 5. júní - Ólafur 5. Noregskonungur heimsótti Ísland.
- 6. júní - Birgir Ísleifur Gunnarsson var kjörinn borgarstjóri í Reykjavík. Davíð Oddsson tók í fyrsta skipti sæti í borgarstjórn.
- 17. júní - Á Kirkjubæjarklaustri var vígð kapella til minningar um Jón Steingrímsson eldklerk.
- 18. júní - Rauðsokkahreyfingin á Íslandi var gerð að félagi og tók upp stefnuskrá í sósíalískum anda sem varð til þess að margar konur yfirgáfu hreyfinguna.
- 29. júní - Isabel Perón varaforseti tók við sem forseti Argentínu við andlát eiginmanns síns Juan Perón
- 30. júní - Alberta Williams King, móðir Martin Luther King, var myrt.
- 30. júní - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi og fyrstu kvenlögregluþjónar tóku til starfa í Reykjavík.
Júlí
breyta- 7. júlí - Vestur-Þýskaland vann heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu með 2-1 sigri á Hollendingum.
- 7. júlí - Kútter Sigurfari var settur á byggðasafnið í Görðum á Akranesi.
- 14. júlí - Þjóðvegur 1 (Hringvegurinn) var loks fullgerður með opnun Skeiðarárbrúar.
- 19. júlí - Varðskipið Þór stóð breska togarann C.S. Forrester að ólöglegum veiðum og varð að elta hann 120 mílur á haf út og skjóta á hann átta fallbyssuskotum áður en hann stöðvaði, þá orðinn lekur. Skipstjórinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi.
- 20. júlí - Tyrkir gerðu innrás í Kýpur.
- 23. júlí - Gríska herforingjastjórnin féll.
- 25. júlí - Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði að íslendingum væri óheimilt að stækka landhelgi sína í 50 mílur.
- 28. júlí - Þjóðhátíð til minningar um 11 alda byggð á Íslandi var haldin á Þingvöllum. Þangað streymdi um fjórðungur þjóðarinnar. Alþingi hélt hátíðarfund og samþykkti ályktun um gróðurvernd og landgræðslu.
Ágúst
breyta- 4. ágúst - Italicus-sprengjan: Sprengja sprakk um borð í lest á milli Flórens og Bologna. 12 létust.
- 5. ágúst - Síðasta dag þjóðhátíðar í Reykjavík var kyntur langeldur á Arnarhóli. Kveikt var í með blysi, sem hlaupið var með frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur. Þaðan var lagt af stað 1. ágúst.
- 9. ágúst - Richard Nixon sagði af sér sem forseti Bandaríkjanna og var fyrstur allra forseta til að gera það. Gerald Ford varaforseti tók við sem 38. forseti landsins.
- 28. ágúst - Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum og Geir Hallgrímsson varð forsætisráðherra.
- 31. ágúst - Kanasjónvarpið lagði niður gamlan sjónvarpssendi og sendi eftir það út um kapal.
September
breyta- 8. september - Trans World Airlines flug númer 841 hrapaði í Jónahaf þegar sprengja sprakk í farangursrými. 88 fórust.
- 10. september - Portúgal viðurkenndi sjálfstæði Gíneu-Bissá.
- 12. september - Haile Selassie Eþíópíukeisara var steypt af stóli af herforingjaráði sem síðan tók völdin.
- 13. september - Japanski rauði herinn hertók franska sendiráðið í Haag, Hollandi.
- 29. september - Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð til prests, fyrst kvenna á Íslandi.
Október
breyta- 5. október - Tvær sprengjur sprungu í krám í Guildford í Bretlandi með þeim afleiðingum að fimm dóu.
- 10. október - Norræna eldfjallastöðin var opnuð í Reykjavík.
- 10. október - Breski verkamannaflokkurinn vann nauman meirihluta í þingkosningum. Harald Wilson varð forsætisráðherra.
- 22. október - Samið var um vopnahlé milli uppreisnarmanna og portúgalska hersins í Angóla.
- 30. október - Hnefaleikabardaginn The Rumble in the Jungle milli Muhammad Ali og George Foreman fór fram í Kinsasa, Saír.
Nóvember
breyta- 1. nóvember - Fjölmennasti miðilsfundur á Íslandi var haldinn á Hótel Loftleiðum og var sóttur af um 200 manns.
- 19. nóvember - Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík sem markaði upphaf Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.
- 21. nóvember - George W. Bush var rekinn úr Bandaríska flughernum.
- 21. nóvember - 21 maður lét lífið og tugir særðust í sprengjutilræðum Írska lýðveldishersins (IRA) í Birmingham á Englandi.
- 22. nóvember - Palestínumönnum var veitt áheyrnarstaða hjá Sameinuðu þjóðunum.
- 27. nóvember - Hryðjuverkalög tóku gildi í Bretlandi í kjölfar sprengjutilræðanna í Birmingham.
- 29. nóvember - Þjóðverjar settu löndunarbann á íslensk skip í þýskum höfnum.
Desember
breyta- 1. desember - Hús Jóns Sigurðssonar var formlega vígt í Kaupmannahöfn.
- 8. desember - Grískir kjósendur höfnuðu því að taka aftur upp konungsveldi.
- 13. desember - Malta lýsti yfir stofnun lýðveldis.
- 18. desember - Hitaveita Suðurnesja var stofnuð af sveitarfélögum á Suðurnesjum og íslenska ríkinu.
- 20. desember - Tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað með þeim afleiðingum að tólf manns fórust.
- 24. desember - Í Ástralíu lagði fellibylur borgina Darwin nánast í rúst.
Fædd
breyta- 12. janúar - Tor Arne Hetland, norskur skíðagöngugarpur.
- 16. janúar - Kate Moss, ensk fyrirsæta.
- 18. janúar - Páll Rósinkranz, íslenskur tónlistarmaður.
- 31. janúar - Ian Huntley, enskur morðingi.
- 11. febrúar - D'Angelo, bandarískur söngvari.
- 13. febrúar - Robbie Williams, enskur söngvari.
- 15. febrúar - Omarosa Manigault, bandarísk leikkona.
- 22. febrúar - James Blunt, enskur tónlistarmaður.
- 23. febrúar - Gotti Sigurðarson, íslenskur leikari.
- 25. febrúar - Nína Dögg Filippusdóttir, íslensk leikkona.
- 4. mars - Ariel Ortega, argentínskur knattspyrnumaður.
- 5. mars - Jens Jeremies, þýskur knattspyrnumaður.
- 5. mars - Eva Mendes, bandarísk leikkona.
- 5. mars - Magnús Agnar Magnússon, íslenskur handknattleiksmaður.
- 7. mars - Jenna Fischer, bandarísk leikkona.
- 10. mars - Keren Ann, ísraelsk söngkona.
- 17. mars - Valdís Arnardóttir, íslensk leikkona.
- 18. mars - Páll Pálsson, íslenskur leikari.
- 27. mars - Ólafur Jóhannes Einarsson, íslenskur lögfræðingur.
- 9. apríl - Jenna Jameson, bandarísk leikkona.
- 11. apríl - Tricia Helfer, bandarísk leikkona.
- 17. apríl -
- Victoria Beckham, ensk söngkona (Spice Girls) og eiginkona David Beckham.
- Mikael Åkerfeldt, sænskur tónlistarmaður og forsprakki Opeth.
- 22. apríl - Shavo Odadjian, bassaleikari bandarísku hljómsveitarinnar System of a Down.
- 28. apríl - Penélope Cruz, spænsk leikkona.
- 29. apríl - Anggun, indónesísk söngkona.
- 30. apríl - Stefán I. Þórhallsson, íslenskur slagverksleikari.
- Apríl - Martinus Simson, danskur fjöllistamaður (f. 1886).
- 2. maí - Garðar Thór Cortes, íslenskur söngvari.
- 15. maí - Brenton Birmingham, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 25. maí - Frank Klepacki, bandarískur tónlistarmaður.
- 1. júní - Alanis Morissette, kanadísk söngkona.
- 2. júní - Gata Kamsky, bandarískur skákmaður.
- 13. júní - Selma Björnsdóttir, íslensk söngkona.
- 13. júní - Steve-O, enskur sjónvarpsmaður.
- 22. júní - Donald Faison, bandarískur leikari.
- 4. júlí - Mick Wingert, bandarískur leikari.
- 11. júlí - Hermann Hreiðarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 24. júlí - Eugene Mirman, bandarískur leikari.
- 27. júlí - Ragnheiður Elín Gunnarsdóttir, íslensk leikkona.
- 29. júlí - Josh Radnor, bandarískur leikari.
- 30. júlí - Tryggvi Guðmundsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 31. júlí - Emilia Fox, ensk leikkona.
- 2. ágúst - Guðni Halldórsson, íslenskur kvikmyndaklippari.
- 8. ágúst - Mikael Torfason, íslenskur rithöfundur.
- 9. ágúst - Matt Morris, bandarískur körfuboltamaður.
- 29. ágúst - Sigurjón Brink, íslenskur tónlistarmaður.
- 4. september - José Luís Peixoto, portúgalskur rithöfundur.
- 6. september - Nina Persson, sænsk söngkona.
- 16. september - Loona, hollensk söngkona og dansari.
- 18. september - Sol Campbell, enskur knattspyrnumaður.
- 19. september - Victoria Silvstedt, sænsk fyrirsæta.
- 7. október - Charlotte Perrelli, sænsk söngkona.
- 26. október - Egill Heiðar Anton Pálsson, íslenskur leikari.
- 28. október - Joaquin Phoenix, bandarískur leikari.
- 5. nóvember - Ryan Adams, bandarískur söngvari og lagahöfundur.
- 11. nóvember - Leonardo DiCaprio, bandarískur leikari.
- 11. nóvember - Samúel J. Samúelsson, tónlistarmaður.
- 23. nóvember - Katrín Júlíusdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1. desember - Costinha, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 5. desember - Kjartan Þór Ragnarsson, íslenskur tannlæknir.
- 11. desember - Rey Mysterio, bandarískur fjölbragðaglímukappi.
Dáin
breyta- 9. janúar - Sigfús M. Johnsen, íslenskur lögfræðingur (f. 1886).
- 31. janúar - Samuel Goldwyn, bandarískur framkvæmdastjóri-kvikmyndastúdíós (f. 1882).
- 2. febrúar - Johanna Maria Skylv-Hansen, færeyskur rithöfundur (f. 1877).
- 2. apríl - Georges Pompidou, forseti Frakklands (f. 1911).
- 4. apríl - Guðmundur Böðvarsson, íslenskt skáld (f. 1904).
- 19. apríl - Ayub Khan, forseti Pakistans (f. 1907).
- 19. maí - Anne Holtsmark, norskur textafræðingur (f. 1896).
- 24. maí - Duke Ellington, bandarískur djasspíanisti (f. 1899).
- 9. júní - Miguel Angel Asturias, gvatemalískur rithöfundur (f. 1899).
- 22. júní - Darius Milhaud, franskt tónskáld (f. 1892).
- 1. júlí - Juan Domingo Perón, forseti Argentínu (f. 1895).
- 11. júlí - Pär Lagerkvist, sænskur rithöfundur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels (f. 1891).
- 26. ágúst - Charles Augustus Lindbergh, bandarískur flugkappi.
- 21. september - Sigurður Nordal, rithöfundur og fræðimaður (f. 1886).
- 9. október - Oskar Schindler, þýskur iðnjöfur og bjargvættur Gyðinga (f. 1908)
- 17. október - Regína Þórðardóttir, íslensk leikkona (f. 1906).
- 4. nóvember - Bert Patenaude, bandarískur knattspyrnumaður (f. 1909).
- 12. nóvember - Þórbergur Þórðarson, rithöfundur (f. 1888).
- 13. nóvember - Vittorio De Sica, ítalskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1901 eða 1902).
- 23. nóvember - Páll Ísólfsson, íslenskt tónskáld (f. 1893).
- 24. nóvember - Nick Drake, enskur lagahöfundur og söngvari (f. 1948).
- 25. nóvember - U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna (f. 1909).
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1974.