Sigurjón Brink (einnig Sjonni Brink) (29. ágúst 197417. janúar 2011) var íslenskur tónlistarmaður og lagahöfundur.[1] Hann er einn af stofnendum Vesturports[2] og er þekktastur fyrir lag sitt Aftur heim.

Hann stofnaði hljómsveitina In bloom 1994. Hljómsveitin gaf út plötuna In bloom 1996 og samdi titilag kvikmyndarinnar Missing Brendan 2003.[3] Sigurjón kynntist unnustu sinni Þórunni Clausen 2002 við uppsetningu verksins "Le Sing".[2] Hann gekk til liðs við hljómsveitina Flavors 2003. Hljómsveitin gaf út einu plötu sína, Go your own way árið 2004.[3] Ári síðar samdi Sigurjón lagið Eldur fyrir Skítamóral sem var gefið út á breiðskífu þeirra Má ég sjá.[4]

Hann lék í söngvaleikjunum La Sing, Cuckroos Cabaret, Footloose og Woyzeck. Hann samdi tónlist fyrir leiksýninguna Brim árið 2004.[2]

Hann tók fyrst þátt í söngvakeppni sjónvarpsins 2006 með laginu Hjartaþrá sem komst í undanúrslit keppnarinnar. [5] Á næsta ári tók hann aftur þátt með lagið Áfram með sama árangri. Hann gaf út fyrstu breiðskífu sína Sjonni Brink 2008.[6] Tveimur árum síðar mætti hann með tvö lög í söngvakeppnina, You knocked on my door eftir Jóhannes Kára Kristinsson og Waterslide eftir hann sjálfan. Waterslide komst áfram í úrslitakeppnina.[7]

2011 sendi hann lagið Aftur heim í söngvakeppni sjónvarpsins. Enskur texti lagsins og laglínan er eftir hann sjálfan, en íslenski textinn eftir unnustu hans Þórunni Clausen. Á sama tíma lék hann Richie Valens í leiksýningunni Buddy Holly.[8] Hann varð bráðkvaddur 17. janúar 2011 eftir heilablóðfall.[9]

Eftir andlát hans var ákveðið að vinir hans flyttu lagið. Leiksýningunni Buddy Holly var aflýst vegna andláts hans.[8] Stofnaður var hvatningarsjóðurinn Áfram, sem er stjórnað af afkomendum hans.[10]

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta