Undirskriftalisti

Undirskriftalisti er beiðni um að eitthvað sé gert í ákveðnu málefni og sem slík staðfesting á þeirri afstöðu sem er fyrir hendi meðal almennings. Slíkur listi er oft sendur til ríkisstjórna(r) eða annarra opinberra samtaka og fyrirtækja. Undirskriftalisti samanstendur af fjölda undirskrifta sem skrifaðar eru til að sýna stuðning með eða gegn máli. Dæmi um undirskriftalista er sá sem saminn var til frelsunar Nelson Mandela úr fangelsi.

Núorðið eru flestir undirskriftalistar settir fram á netinu.

Undirskriftasafnanir á ÍslandiBreyta

Ýmsar undirskriftasafnanir hafa verið haldnar á Íslandi í gegnum tíðina. Eftirtaldar safnanir hafa náð mestum fjölda undirskrifta:

 1. Krafa um að 11% af vergri þjóðarframleiðslu renni í heilbrigðismál (2016), 86.531 undirskriftir (þann 11. apríl 2016).
 2. Gegn beitingu breska ríkisins á hryðjuverkalögum gegn Íslandi (2008), 83.353 undirskriftir.
 3. Gegn flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýri (2013), 69.637 undirskriftir.
 4. Gegn Icesave-samningi 2 (2010), 56.089 undirskriftir.
 5. Varið land, gegn brottför hersins (1974), 55.522 undirskriftir.
 6. Gegn kvótasetningu á makríl (2015), 53.571 undirskrift.
 7. Áskorun um áframhald ESB-viðræðna (2014), 53.555 undirskriftir.
 8. Áskorun um að Faxaflói verði griðland hvala (2018), 50.424 undirskriftir.
 9. Gegn sölu HS-orku til Magma Energy (2011), 47.004 undirskriftir.
 10. Gegn Eyjabakkavirkjun (1999), 45.386 undirskriftir.
 11. Gegn Icesave-samningi 3 (2011), 42.400 undirskriftir (þ.a. 37.488 afhentar 18. febrúar 2011).
 12. Krafa um að hætt verði við áætlanir um virkjanir á íslenska hálendinu (2015), 42.343 undirskriftir (þann 25. janúar 2016).
 13. Gegn vegatollum (2011), 41.525 undirskriftir.
 14. Krafa um leiðréttingu stökkbreyttra lána og afnám verðtryggingar (2012), 37.743 undirskriftir.
 15. Gegn breytingum á veiðigjaldi (2013), 34.882 undirskriftir.
 16. Gegn EES-samningum (1992), 34.378 undirskriftir.
 17. Gegn hvalveiðum (2013), 33.000 undirskriftir.
 18. Áskorun SÁÁ um að 10% af áfengisgjaldi renni til vímuvarna (2013), 31.000 undirskriftir.
 19. Krafa þess efnis að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra í kjölfar Panamaskjalanna, 30.300 undirskriftir (þann 11. apríl 2016).
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.