Kjartan Þór Ragnarsson

Kjartan Þór Ragnarsson (5. desember 1974) er íslenskur tannlæknir og fyrrum formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Kjartan er af miklum Fram-ættum og hafa ýmsir ættingjar hans gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið. Langafi hans, Ragnar Lárusson, var formaður félagsins um 1940 og faðir hans, Ragnar Steinarsson tannlæknir, var lengi varaformaður Fram. Kjartan er náfrændi Steinars Þórs Guðgeirssonar, formanns Fram 2007-2010.[1]

Á unglingsárum æfði Kjartan handknattleik og knattspyrnu með fram. Hann var formaður handknattleiksdeildar félagsins 2005-2007, en á þeim tíma vann Fram sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki karla frá árinu 1972. Árið 2010 tók Kjartan við formennsku í Knattspyrnufélaginu Fram en lét af embætti á aðalfundi árið 2012.


Fyrirrennari:
Steinar Þór Guðgeirsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(20102012)
Eftirmaður:
'


Tilvísanir breyta

  1. „Morgunblaðið 4. maí 2005“.
   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.