Háskóli Íslands
![]() | |
Stofnaður: | 1911 |
Gerð: | Ríkisháskóli |
Rektor: | Jón Atli Benediktsson |
Nemendafjöldi: | |
Staðsetning: | Reykjavík, Ísland |
Vefsíða |
Háskóli Íslands er ríkisháskóli sem var stofnaður árið 1911. Fyrsta starfsárið voru 45 nemendur við nám, þar af ein kona. Rektor skólans er Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði.
SagaBreyta
Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní árið 1911 og tók til starfa í októberbyrjun sama ár. Við það sameinuðust Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn. Ein deild innan Háskólans var tileinkuð hverjum þeirra auk þess sem stofnuð var sérstök heimspekideild. Fyrsta árið voru 45 nemendur við skólann, fimm í guðfræðideild, sautján í lagadeild og 23 í læknadeild, en enginn var skráður í heimspekideild. Fyrsti rektor skólans var Björn M. Ólsen, prófessor við heimspekideild.[1]
Fyrstu 29 árin var Háskóli Íslands staðsettur á neðri hæð Alþingishússins við Austurvöll, en árið 1940 flutti skólinn starfsemi sína í nýtt húsnæði, aðalbyggingu Háskólans, austan við Suðurgötu. Síðan þá hefur Háskólasvæðið stækkað til muna, og kennt er í mörgum byggingum beggja vegna Suðurgötu og á fleiri stöðum. Kostnaður við nýbyggingar skólans sem og viðhald eldri bygginga hefur að miklu leyti verið greiddur af Happdrætti Háskólans sem var stofnað árið 1934 með sérstöku leyfi.[2]
Í lok árs 2007 lauk byggingu Háskólatorgs[3] sem er samnefnari tveggja bygginga, samanlagt 8.500 fm2 að stærð. Byggingavinna hófst vorið 2006.
NámBreyta
Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám, bæði á grunnstigi og framhaldsstigi. Við Háskóla Íslands eru 26 deildir og fjórar þverfræðilegar námsbrautir. Að auki fer fram kennsla á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands.
1. júlí 2008 tóku gildi breytingar á námsskipulagi sem og stjórnkerfi skólans. Ákveðið var að skólinn skildi sameinast Kennaraháskóla Íslands. Fræðasvið skólans urðu fimm talsins og deildirnar 25.
Núverandi fræðasvið skólans eru:
FélagsvísindasviðBreyta
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands var stofnuð árið 1976. Sviðið er það fjölmennasta í Háskólanum. Deildir sviðsins eru sex talsins.
Eftirfarandi deildir eru innan Félagsvísindasviðs:
- Félagsfræði- og mannfræði- og þjóðfræðideild
- Félagsráðgjafardeild
- Hagfræðideild
- Lagadeild
- Stjórnmálafræðideild
- Viðskiptafræðideild
HeilbrigðisvísindasviðBreyta
Deildir sviðsins eru eftirfarandi:
HugvísindasviðBreyta
Á Hugvísindasviði eru eftirtaldar deildir:
- Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
- Íslensku- og menningardeild
- Mála- og menningardeild
- Sagnfræði- og heimspekideild
MenntavísindasviðBreyta
Kjarni Menntavísindasviðsins er myndaður úr Kennaraháskóla Íslands sem sameinaðist HÍ í júlí 2008. Útskrifaðir eru kennarar fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga og þroskaþjálfa.
Deildir sviðsins eru:
Verkfræði- og náttúruvísindasviðBreyta
Stofnanir skólansBreyta
RannsóknastofnanirBreyta
ÞjónustustofnanirBreyta
- Skrifstofa alþjóðasamskipta Háskóla Íslands
- Endurmenntun Háskóla Íslands
- Háskólaútgáfan
- Íþróttahús HÍ
- Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
- Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Listasafn Háskólans
- Námsráðgjöf Háskóla Íslands
- Rannsóknaþjónusta Háskólans
- Reiknistofnun Háskóla Íslands
- Skjalasafn Háskólans
- Tungumálamiðstöð
RektorarBreyta
Rektor Háskóla Íslands er æðsti fulltrúi skólans og ber ábyrgð á allri starfsemi hans. Rektor er skipaður af menntamálaráðherra til fimm ára í senn samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, að undangengnum almennum kosningum innan Háskólans.
Fyrsti rektor Háskólans var Björn M. Ólsen. Núverandi rektor er Jón Atli Benediktsson.[4]
# | Rektor | Embættistaka | Emættislok | Prófessor í |
---|---|---|---|---|
1. | Björn M. Ólsen | 1911 | 1912 | Heimspekideild |
2. | Guðmundur Magnússon | 1912 | 1913 | Læknadeild |
3. | Lárus H. Bjarnason | 1913 | 1914 | Lagadeild |
4. | Jón Helgason | 1914 | 1915 | Guðfræðideild |
5. | Guðmundur Hannesson | 1915 | 1916 | Læknadeild |
6. | Haraldur Níelsson | 1916 | 1917 | Guðfræðideild |
7. | Ágúst H. Bjarnason | 1917 | 1918 | Heimspekideild |
8. | Einar Arnórsson | 1918 | 1919 | Lagadeild |
9. | Sigurður P. Sívertsen | 1919 | 1920 | Guðfræðideild |
10. | Guðmundur Finnbogason | 1920 | 1921 | Heimspekideild |
11. | Ólafur Lárusson | 1921 | 1922 | Lagadeild |
12. | Sigurður Nordal | 1922 | 1923 | Heimspekideild |
13. | Páll Eggert Ólason | 1923 | 1924 | Heimspekideild |
14. | Guðmundur Hannesson | 1924 | 1925 | Læknadeild |
15. | Magnús Jónsson | 1925 | 1926 | Lagadeild |
16. | Guðmundur Thoroddsen | 1926 | 1927 | Læknadeild |
17. | Haraldur Níelsson | 1927 | 1928 | Guðfræðideild |
18. | Sigurður P. Sívertsen | 1928 | 1928 | Guðfræðideild |
19. | Ágúst H. Bjarnason | 1928 | 1929 | Heimspekideild |
20. | Einar Arnórsson | 1929 | 1930 | Lagadeild |
21. | Magnús Jónsson | 1930 | 1931 | Guðfræðideild |
22. | Ólafur Lárusson | 1931 | 1932 | Lagadeild |
23. | Alexander Jóhannesson | 1932 | 1935 | Heimspekideild |
24. | Guðmundur Thoroddsen | 1935 | 1936 | Læknadeild |
25. | Niels P. Dungal | 1936 | 1939 | Læknadeild |
26. | Alexander Jóhannesson | 1939 | 1942 | Heimspekideild |
27. | Jón Hjaltalín Sigurðsson | 1942 | 1945 | Læknadeild |
28. | Ólafur Lárusson | 1945 | 1948 | Lagadeild |
29. | Alexander Jóhannesson | 1948 | 1954 | Heimspekideild |
30. | Þorkell Jóhannesson | 1954 | 1960 | Heimspekideild |
31. | Ármann Snævarr | 1960 | 1969 | Lagadeild |
32. | Magnús Már Lárusson | 1969 | 1973 | Guðfræðideild og heimspekideild |
33. | Guðlaugur Þorvaldsson | 1973 | 1979 | Viðskiptadeild |
34. | Guðmundur K. Magnússon | 1979 | 1985 | Viðskiptadeild |
35. | Sigmundur Guðbjarnason | 1985 | 1991 | Raunvísindadeild |
36. | Sveinbjörn Björnsson | 1991 | 1997 | Raunvísindadeild |
37. | Páll Skúlason | 1997 | 2005 | Heimspekideild |
38. | Kristín Ingólfsdóttir | 2005 | 2015 | Lyfjafræðideild |
39. | Jón Atli Benediktsson | 2015 | Í embætti | Rafmagns- og tölvuverkfræðideild |
TilvísanirBreyta
- ↑ „Saga Háskóla Íslands - Yfirlit um hálfrar aldar starf“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 12. febrúar 2007. Sótt 4. september 2009.
- ↑ „Ágrip af sögu HÍ á vefsíðu Árnastofnunnar“. Sótt september 2009.
- ↑ „Heimasíða Háskólatorgs“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. febrúar 2007. Sótt 1. mars 2007.
- ↑ „Hlutverk rektors“. Sótt 30. nóvember 2009.
- ↑ „Rektorar“. Sótt 7. ágúst 2015.