Nellikkubyltingin var bylting, sem átti sér stað í Portúgal 25. apríl 1974 þegar Portúgalir steyptu herforingjastjórn landsins af stóli, sem hafði verið við völd frá árinu 1926. Byltingin var án blóðsúthellinga, þökk sé portúgölskum hermönnum sem óhlýðnuðust þeim fyrirmælum herforingjastjórnarinnar að skjóta á uppreisnarmenn. Byltingin dregur nafn sitt af þeirri staðreynd að portúgalskur almenningur þakkaði hermönnum óhlýðnina með því að stinga nellikum í byssuhlaup þeirra.

Almenningur fagnar á brynvagni.