Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson (11. júlí 1974) er íslenskur fyrrum knattspyrnumaður og núverandi þjálfari ÍBV. Hermann Hreiðarsson hóf að spila í ensku úrvalsdeildinni árið 1997, þegar hann gekk í raðir Crystal Palace á frjálsri sölu frá verðandi Íslandsmeisturum ÍBV. Hermann náði þó ekki að hindra liðið frá falli sama ár.
Hermann Hreiðarsson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Hermann Hreiðarsson | |
Fæðingardagur | 11. júlí 1974 | |
Fæðingarstaður | Reykjavík, Ísland | |
Hæð | 1.91 m | |
Leikstaða | Bakvörður | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1993–1997 | ÍBV | 66 (5) |
1997–1998 | Crystal Palace | 37 (2) |
1998–1999 | Brentford | 41 (6) |
1999–2000 | Wimbledon | 25 (1) |
2000–2003 | Ipswich Town | 102 (2) |
2003–2007 | Charlton Athletic | 132 (3) |
2007–2012 | Portsmouth | 123 (8) |
2012 | Coventry City | 2 (0) |
2013 | ÍBV | 4 (0) |
2014 | Fylkir | 0 (0) |
Landsliðsferill | ||
1995 1996-2011 |
Ísland U-21 Ísland |
6 (1) 89 (5) |
Þjálfaraferill | ||
2013 2015-2016 2017-2018 2018 2019-2020 2020-2021 2021- |
ÍBV Fylkir Fylkir(kvennalið) Kerala Blasters Southend (aðstoðarþjálfari) Þróttur Vogum ÍBV | |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Í september 1998 gekk hann til liðs við þriðjudeildarliðið Brentford fyrir 750 þúsund pund sem var þá metupphæð fyrir leikmann í þeirri deild. Brentford vann deildina þetta ár, en í óktóber 1999 fór Hermann til úrvalsdeildarliðsins Wimbledon FC fyrir 2,5 milljónir punda. Líkt og hann gerði hjá Crystal Palace náði hann ekki að hindra liðið frá falli tímabilið 1999-00, þó vakti hann mikla athygli meðal margra liða.
Tímabilið 2000-01 gerði hann 4,5 milljóna punda samning við Ipswich Town sem voru þá nýlega búnir að komast upp í efstu deildina á Englandi og hafði félagið þá aldrei eytt svo miklu í leikmann áður. Ipswich náði fimmta sæti á sínu fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni og tryggðu sér þá þátttökurétt í UEFA Cup. 12 mánuðum seinna voru Ipswich menn ekki eins heppnir og þeir voru á síðasta tímabili og féllu niður um deild. Á sama tíma missti félagið þeirra bestu leikmenn en Hermann neitaði hins vegar að ganga til liðs við þáverandi nýliðana í ensku úrvalsdeildinni West Bromwich Albion sem buðu honum samning.
Í mars 2003 hélt Hermann til úrvalsdeildarliðsins Charlton Athletic fyrir 800 þúsund pund. Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við félagið, auk þess sem að liðið fengi 100 þúsund pund ef þeir næðu að halda sér uppi tímabilið 2003-04. Hermann sannaði að hann væri eins og klettur í vörninni þegar að hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar Charlton sigraði Manchester City á heimavelli 3-0. Sama tímabil missti hann aðeins af fimm leikjum af leiktíðinni og var reglulega í byrjunarliði hjá félaginu. Í lok tímabilsins 2006-07 féllu Charlton niður um deild, þá var það í fjórða skiptið sem Hermann féll niður úr úrvalsdeildinni, og allt með mismunandi liðum. Hermann var með klásúlu í samningnum sínum sem gerði honum kleyft að yfirgefa félagið ef það félli niður um deild.
Þann 25. maí 2007 gerði hann tveggja og hálfs árs samning við úrvalsdeilarliðið Portsmouth FC. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar hann skoraði í 7-4 sigri Portsmouth gegn Reading. Síðar gekk hann til liðs við Coventry, en spilaði lítið fyrir félagið vegna meiðsla.
Hermann sneri sér að þjálfun eftir knattspyrnuferil sinn. Hann hefur þjálfað Fylki og ÍBV. Árið 2018 hélt hann til Indlands til að þjálfa lið frá Kerala.
Hermann Hreiðarsson var kvæntur Rögnu Lóu Stefánsdóttur og eiga þau tvær dætur saman.