Icelandair Hótel Reykjavík Natura
(Endurbeint frá Hótel Loftleiðir)
Icelandair Hótel Reykjavík Natura (aður nefnt Hótel Loftleiðir) er fjögurra stjarna hótel við Reykjavíkurflugvöll sem rekið er af Icelandair Hótelum. Hótelið var byggt árið 1964 og opnaði aðeins 16 mánuðum síðar árið 1966. Árið 2011 var hótelinu lokað, gert upp og opnað á ný. Á hótelinu eru 220 svefnherbergi, veitingastaður, innilaug, bíó og bókasafn.[1]
Ýmis listavek prýða hótelið, þar á meðal 80 fermetra mósaíkvegglistaverk, Í flugheiminum eftir Nínu Tryggvadóttur og höggmyndin Gegnum hljóðmúrinn eftir Ásmund Sveinsson.
HeimildirBreyta
- ↑ „Icelandair Hótel Reykjavík Natura“. Sótt 30. apríl 2012.