Berjaya Reykjavik Natura Hotel

(Endurbeint frá Hótel Loftleiðir)

Berjaya Reykjavík Natura Hotel (áður nefnt Hótel Loftleiðir, og seinna Icelandair Hótel Reykjavík Natura) er fjögurra stjarna hótel við Reykjavíkurflugvöll sem rekið er af Iceland Hotel Collection by Berjaya. Hótelið var byggt árið 1964 og opnaði aðeins 16 mánuðum síðar árið 1966. Árið 2011 var hótelinu lokað, gert upp og opnað á ný undir nafninu Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Nafni hótelsins var breytt í Berjaya Reykjavik Natura Hotel í lok árs 2022 í kjölfar kaupa Berjaya á Icelandair Hótelum.[1]

Á hótelinu eru 220 svefnherbergi, veitingastaður, innilaug, bíó og bókasafn.[2]

Ýmis listavek prýða hótelið, þar á meðal 80 fermetra mósaíkvegglistaverk, Í flugheiminum eftir Nínu Tryggvadóttur og höggmyndin Gegnum hljóðmúrinn eftir Ásmund Sveinsson.

Heimildir

breyta
  1. Sigurðsson, Bjarki (21. september 2022). „Breyta nafni hótel­keðju Icelandair og Flug­leiða - Vísir“. visir.is. Sótt 2. september 2023.
  2. Berjaya, Iceland Hotel Collection by. „Berjaya Reykjavik Natura Hotel“. Iceland Hotel Collection by Berjaya. Sótt 2. september 2023.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.