Þingrof er þegar stofnað er til nýrra þingkosninga, í ríkjum þar sem þing eru, áður en venjulegu kjörtímabili lýkur.

Þingrof á Íslandi

breyta

Samkvæmt 24. grein stjórnarskrárinnar getur forseti Íslands rofið þing. Þar sem þingræði er á Íslandi er óljóst hvort forsetinn getur rofið þingið í óþökk forsætisráðherra með meirihluta þings að baki sér. Því hefur það verið túlkað sem svo að í reynd fari forsætisráðherra með þingrofsvaldið.[1] Þrátt fyrir þessa túlkun eru tvö dæmi þess í Íslandssögunni að forseti hafi synjað beiðni forsætisráðherra um þingrof: Sveinn Björnsson neitaði Ólafi Thors um þingrof árið 1950[2] og Ólafur Ragnar Grímsson hafnaði beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um þingrof árið 2016.[3] Deilt er um hvort þessi skipti geti talist fordæmi fyrir valdi forsetans til að synja þingrofsbeiðni. Sé þing rofið halda þingmenn umboði sínu fram að kjördag.

Alþingi var rofið 14. apríl 1931.[4] Alþingi var einnig rofið 8. maí 1974.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. „Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?“. Vísindavefurinn.
  2. Guðni Th. Jóhannesson (2016). Fyrstu forsetarnir. Sögufélag. bls. 144.
  3. „Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs“. Vísir. 5. apríl 2016. Sótt 19. desember 2018.
  4. Þingrofið 14. apríl 1931
  5. „Hvaða áhrif hefur þingrof?“. Vísindavefurinn.

Tenglar

breyta


   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.