1877
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1877 (MDCCCLXXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 2. - 4. apríl - Nokkurt tjón varð af ofsaroki í Reykjavík.
- Um vorið - Sexmannafar frá Útskálum á Miðnesi fórst í brimróti með allri áhöfn.
- Í júní - Ísafoldarprentsmiðja sett á stofn í Reykjavík og blaðið Ísafold prentað í fyrsta skipti 16. júní.
- Um sumarið - Alþingi samþykkti að veita allt að 25.000 krónum til að kaupa bóka- og handritasafn Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.
- 26. desember - Í Dómkirkjunni í Reykjavík var svo kalt að ekki var hægt að messa. Ofnar komu ekki í kirkjuna fyrr en tveimur árum síðar.
- Kvennaskólar stofnaðir í Ási í Hegranesi og á Laugalandi í Eyjafirði.
- Thorvaldsensfélagið lét reisa skýli við Þvottalaugarnar í Reykjavík.
- Flensborgarskólinn í Hafnarfirði stofnaður. Hann var upphaflega barnaskóli.
- Bryggjuhúsið var reist við höfnina í Keflavík.
Fædd
- 8. febrúar - Guðrún Jónasson, bæjarfulltrúi og verslunareigandi í Reykjavík.
- 3. mars - Jón Þorláksson, stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1935).
- 30. október - Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður (d. 1961).
- 2. desember - Benedikt Sveinsson (yngri), stjórnmálamaður (d. 1954).
Dáin
- 2. febrúar - Gísli Konráðsson fræðimaður í Flatey (f. 1787).
- 20. mars - Páll Pálsson, amtsskrifari á Stapa (f. 1806).
- 21. desember - Torfi Einarsson, bóndi á Kleifum á Selströnd og þingmaður Strandamanna.
Erlendis
breyta- 1. janúar - Viktoría Bretadrottning varð keisaraynja Indlands.
- 7. janúar - Danska vikublaðið Familie Journal kom út í fyrsta sinn.
- 2. mars - Úrskurðað að Rutherford B. Hayes skyldi teljast réttkjörinn forseti Bandaríkjanna þótt Samuel J. Tilden hefði fengið fleiri atkvæði í kosningunum í nóvember 1876. Hayes tók við embættinu tveimur dögum síðar.
- 24. apríl - Stríð braust út milli Rússa og Ottómanaveldisins. Því lauk 1878.
- 20. júní - Alexander Graham Bell stofnaði fyrstu símaþjónustuna í Hamilton, Kanada.
- 26. júní - Cotopaxi-eldfjallið í Ekvador gaus með þeim afleiðingum að skriður féllu á bæi og yfir 1000 létust.
- 12. ágúst - Asaph Hall uppgötvaði Deimos, annað tungl reikistjörnunnar mars. Þann 18. ágúst uppgötvaði hann svo Phobos, hitt tungl Mars.
- 5. september - Sioux-höfðinginn Crazy Horse var drepinn af bandarískum hermanni.
- 6. desember - Thomas Alva Edison kynnti fyrstu hljóðrituðu upptökuna, þar sem hann fór með vísuna María átti lítið lamb.
Fædd
- 7. febrúar - Godfrey Harold Hardy, breskur stærðfræðingur (d. 1947).
- 15. apríl - W.D. Ross, skoskur heimspekingur (d. 1971).
- 4. júní - Heinrich Wieland, þýskur lífefnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði (d. 1957).
- 2. júlí - Hermann Hesse, þýskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1962).
- 10. ágúst - Rudolf Hilferding, þýskur stjórnmálamaður og hagfræðingur.
- 13. júlí - Erik Scavenius, danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1962).
- 24. nóvember - Alben William Barkley, bandarískur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem var varaforseti Bandaríkjanna.
Dáin
- 31. mars - Antoine Augustin Cournot, franskur heimspekingur og stærðfræðingur.
- 6. maí - Johan Ludvig Runeberg, þjóðskáld Finna.
- 3. júní - Soffía af Württemberg, drottning Hollands (f. 1818).
- 29. ágúst - Brigham Young, annar spámaður og leiðtogi Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (f. 1801).
- 3. september - Adolphe Thiers, forseti Frakklands.
- 5. september - Crazy Horse, höfðingi Sioux-indíána í Bandaríkjunum (f. 1849).