Eldgosaannáll Íslands

yfirlit yfir öll íslensk eldgos
(Endurbeint frá Eldgos á Íslandi)

Eldgosaannáll Íslands. Gos sem ollu eignar og/eða manntjóni eru feitletruð.

Katla 1918
Nornahraun-Holuhraun 2014

Forsöguleg gos

breyta
  • fyrir um 16 milljón árum - elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.[1][2]
  • um 6600 f.Kr. - Stórgos á Veiðivatnasvæðinu, þá rann Þjórsárhraunið mikla. Þetta er mesta hraungos sem vitað er um að orðið hafi á Íslandi. Þjórsárhraunið er hátt í 1000 ferkílómetrar að flatarmáli og rann yfir 100 km leið allt til sjávar og myndar ströndina milli Þjórsár- og Ölfusárósa.[3]
  • um 5000 f.kr. - Hekla (H5). Fyrsta súra gjóskugosið í Heklu. Þá féll öskulagið H5 en það finnst í jarðvegi á miðhálendinu og víða um Norðurland.[4]
  • um 3000 f.Kr. - Vestmannaeyjar. Myndun Helgafells og eldra hraunsins á Heimaey.[5]
  • um 2500 f.Kr. - Hekla (H4)[4]
  • um 1200 f.Kr - Veiðivatnasvæði, Búrfellshraun rann úr gígaröð í grennd við Veiðivötn, annars vegar að Þórisósi og hins vegan niður með Tungná og Þjórsá allt niður í Landsveit.
  • um 1000 f.Kr. - Katla. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.[6]
  • um 900 f.Kr. - Hekla (H3)[4]
  • um 250 e.Kr. - Snæfellsjökull[7]

9. og 10. öld

breyta
  • um 870 - Ösku- og hraungos í Vatnaöldum, Landnámslagið myndast[3]
  • um 900 - Afstapahraun
  • um 900 - ? í Vatnajökli
  • um 900 - Krafla
  • um 900 - Rauðhálsahraun í Hnappadal
  • um 905 - ? í Vatnajökli
  • um 920 - Undan Reykjanesi, staðsetning óviss. Gjóskulag frá gosinu er þekkt.
  • um 920 - Katla (öskulag nefnt Katla-R)
  • 939 - Eldgjá og Katla. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. Landnámu. Landnáma segir einnig frá myndun Sólheimasands í miklu hlaupi Jökulsár.
  • um 940 - Í Vatnajökli/Veiðivötnum (gjóskulag á NA-landi)
  • um 950 - Hallmundarhraun rennur frá gíg vestan undir Langjökli og eyðir byggð í Hvítársíðu í Borgarfirði. Surtshellir, Víðgelmir og margir fleiri hellar myndast í hrauninu. [8]
  • 999 eða 1000 - Svínahraun
  • um 1000 - Katla. Gjóskulag er frá þessum tíma. Heimild fyrir hlaupi.

11. öld

breyta

12. öld

breyta

13. öld

breyta
  • 1206 - Hekla, gos nr. 3[8]
  • 1210-40 - undan Reykjanesi. Eldey myndaðist. Upphaf Reykjaneselda.[8]
  • 1222 - Hekla, gos nr. 4[8]
  • 1223 - Gaus í sjó undan Reykjanesi.[8]
  • 1225 - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
  • 1226-27 - nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, (Klofningahraun), Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi í kjölfarið.[8]
  • 1231 - Gaus í sjó undan Reykjanesi.[8]
  • 1238 - Gaus í sjó undan Reykjanesi.[8]
  • 1240 - Gaus í sjó undan Reykjanesi.[8]
  • 1245 - Katla. Eldur og hlaup úr Sólheimajökli.[8]
  • 1262 - Katla. Eldur með miklu öskufalli í Sólheimajökli. Síðasta hlaupið á Sólheimasandi.[8]
  • 1300-01 - Hekla, gos nr. 5. Mikið öskufall í Skagafirði og hungursneyð í kjölfarið.[8]

14. öld

breyta
  • 1311 - Katla. Myrkur á Austfjörðum og öskufall víða um land. Mikið hlaup, sennilega á Mýrdalssandi, en heimildir um það eru óljósar og misvísandi. Ótíð og heybrestur árið eftir með tilheyrandi mannfalli.
  • 1332 - í Vatnajökli, sennilega í Grímsvötnum.
  • 1340 - ? Brennisteinsfjöll (engin hraun frá 14. öld hafa fundist á Reykjanesskaga)[8]
  • 1341 - Hekla, gos nr. 6. Askan barst vestur um Borgarfjörð og Akranes. Mikill skepnufellir, sérstaklega á Rangárvöllum og eyddust margar byggðir.[8]
  • 1341 - ? Grímsvötn
  • 1354 - ? Grímsvötn
  • 1357 - Katla. Mikið gos og tjón.
  • 1362 - Öræfajökull/Knappafellsjökull. Mesta öskugos Íslandssögunnar. Eyddist Litla-Hérað allt og virðast fáir hafa komist af. Var sveitin nefnd Öræfi þegar hún fór að byggjast aftur og jökullinn Öræfajökull. Mest af öskunni barst til austurs á haf út en eyddi þó miklu af Hornafirði og Lónshverfi í leiðinni. Jökulhlaup fram á Skeiðarársand og út í sjó.[8]
  • 1372 - neðansjávargos norðvestan Grímseyjar
  • 1389-90 - Í og við Heklu, gos nr. 7. Norðurhraun rennur, kirkjustaðurinn Skarð, Tjaldastaðir og e.t.v. fleiri bæir fara undir hraun.[8]

15. öld

breyta
  • 1416 - Katla[8]
  • 1422 - undan Reykjanesi. Eyja myndast og stendur í nokkur ár.
  • 1440 - norðan og sunnan við Heklu[8]
  • 1477 - á Heljargjárrein. Gos á langri sprungu í Veiðivötnum allt að vestanverðum Vatnajökli.Veiðivötn verða til í núverandi mynd[8]
  • um 1480-1500 - Katla
  • um 1500 - í Vatnajökli

16. öld

breyta
  • 1510 - Hekla, gos nr. 8. Stórgos með miklu öskufalli til suðurs. Stærsta Hekluhraun frá sögulegum tíma. Mikil landeyðing í Rangárvallasýslu í kjölfarið.
  • 1554 - Vondubjallar suðvestur af Heklu. Gosið stóð í 6 vikur um vorið. Rauðubjallar mynduðust og frá þeim rann Pálssteinshraun.
  • 1580 - Katla
  • um 1582 - við Eldey
  • 1597 - Hekla, gos nr. 9. Gos hófst 3. janúar og stóð langt fram á sumar. Gjóska dreifðist víða en olli litlum búsifjum, þó helst í Mýrdal.
  • 1598 - Grímsvötn

17. öld

breyta
  • 1603 - Grímsvötn
  • 1612 - Katla (og/eða Eyjafjallajökull). Gos hófst 16. október en heimildum ber ekki saman um í hvorum jöklinum hafi gosið, Katla talin líklegri.
  • 1619 - Grímsvötn
  • 1625 - Katla. 2. - 14. september. Stórgos með miklu öskufalli til austurs. 25 bæir fóru í eyði. Þorsteinn Magnússon klausturhaldari í Þykkvabæ skrifaði skýrslu um gosið, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi.
  • 1629 - Grímsvötn
  • 1636-37 - Hekla, gos nr. 10. Gosið hófst 8. maí og stóð í rúmt ár. Öskufall til norðausturs og tjón lítið.
  • 1637-38 - við Vestmannaeyjar
  • 1638 - Grímsvötn
  • 1655 - ? sennilegt gos í Vatnajökli, líklega í Kverkfjöllum. Stórhlaup í Jökulsá á Fjöllum.
  • 1659 - Grímsvötn
  • 1660-61 - Katla. Gosið hófst 3. nóvember og stóð fram yfir áramót. Lítið öskufall en stórt hlaup á Mýrdalssandi og tók Höfðabrekku af.
  • 1681 - í Vatnajökli
  • 1684-85 - Grímsvötn. Stórt hlaup í Jökulsá á Fjöllum, einn maður fórst auk fjölda búfjár.
  • 1693 - Hekla, gos nr. 11. Gos hófst 13. febrúar og stóð fram á haust. Mikið öskufall til norðvesturs í upphafi goss sem olli miklu og varanlegu tjóni í nærsveitum.
  • 1693 - Katla
  • 1697 - í Vatnajökli

18. öld

breyta
  • 1702 - í Vatnajökli
  • 1706 - í Vatnajökli
  • 1711-12 - Kverkfjöll
  • 1716 - í Vatnajökli
  • 1717 - í Vatnajökli
  • 1721 - Katla. Mikið öskufall, um 1 km³ og stórhlaup.
  • 1724-29 - Mývatnseldar. Hraun rann m.a. út í Mývatn og sprengigígurinn Víti við Kröflu myndaðist.
  • 1725 - í Vatnajökli
  • 1725 - suðaustur af Heklu
  • 1726 - í Vatnajökli
  • 1727 - Öræfajökull, við jökulrætur ofan Sandfellsskerja. 3 fórust.
  • 1729 - Kverkfjöll
  • 1746 - Mývatnseldar, 1 gos
  • 1753 - suðvestan Grímsvatna
  • 1755-56 - Katla. Gosið hófst 17. október og stóð fram í miðjan febrúar. Barst mikil aska, um 1,5 km³, til austnorðausturs og olli miklu tjóni í Skaftártungu, Álftaveri og Síðu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi, mest vestan við Hafursey. Eldingar bönuðu 2 mönnum. Um 50 bæir fóru í eyði, flestir þó aðeins tímabundið.
  • 1766 - Vestanvert í Vatnajökli, sennilega í Bárðarbungu.
  • 1766-68 - Hekla, gos nr. 12. Öskufall í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. 10 jarðir fóru í eyði.
  • 1774 - Grímsvötn
  • 1783 - á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. Nýey reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.
  • 1783-84 - Skaftáreldar / Grímsvötn. Hraun runnu meðfram Skaftá og Hverfisfljóti niður á láglendi og þöktu um 580 km². Öskufall og eiturmóða ollu heybresti og hungursneyð um mestallt land.
  • 1797 - Grímsvötn

19. öld

breyta
  • 1807 - Grímsvötn
  • 1816 - Grímsvötn
  • 1821 - Katla
  • 1821-23 - Eyjafjallajökull. Gosið hófst 19. desember og var kraftlítið framan af. Ekkert hraun rann en nokkurt öskufall varð. Hlaup til norðurs út í Markarfljót.
  • 1823 - í Vatnajökli
  • 1830 - Eldeyjarboði
  • 1838 - Grímsvötn
  • 1845-46 - Hekla, gos nr. 13. Gosið hófst 2. september og stóð í um 7 mánuði. Mikið öskufall til suðausturs og hlaup í Ytri-Rangá. Hraun runnu til vesturs og norðvesturs, um 25 km², og var bærinn Næfurholt fluttur um set vegna þessa.
  • 1854 - Grímsvötn
  • 1860 - Katla. Lítið gos.
  • ? 1861 - Grímsvötn
  • 1862-64 - á Heljargjárrein. Gos hófst 30. júní á um 15 km langri sprungu norðan Tungnaárjökuls. Mynduðust þar Tröllagígar og rann frá þeim Tröllahraun.
  • 1867 - Grímsvötn
  • 1867-68 - neðansjávatgos í grennd við Mánáreyjar
  • 1872 - í Vatnajökli
  • 1873 - Grímsvötn
  • 1874 - Askja. Líklegt gos í febrúar. Gufumekkir sáust.
  • 1875 - Askja. Hraungos hófst 3. janúar. Sigketill byrjaði að myndast síðar í mánuðinum.
  • 1875 - Askja. Hraungos hófst í Sveinagjá á Mývatnsöræfum 18. febrúar á 25 km langri sprungu. Stóð það fram í miðjan ágúst og rann frá því Nýjahraun. Talið vera kvikuhlaup undan Öskju.
  • 1875 - Askja. Eitt mesta öskugos Íslandssögunnar hófst 28. mars og stóð í um 8 klst. Gaus úr Víti og fleiri gígum. Mikið tjón af öskufalli um miðbik Austurlands og fóru margir bæir í eyði. Fluttust margir Austfirðingar til Vesturheims í kjölfarið. Vísir að Öskjuvatni myndaðist og stækkaði það jafnt og þétt. Fleiri gosa varð vart á næstu mánuðum.
  • 1876 - Askja. Seinast sást til elds í árslok.
  • 1876 - í Vatnajökli
  • 1878 - Krakatindur austan Heklu
  • 1879 - Geirfuglasker
  • 1883 - Grímsvötn
  • ? 1884 - Nálægt Eldey. Óljósar heimildir.
  • ? 1885 - Grímsvötn
  • 1887 - Grímsvötn
  • 1889 - Grímsvötn
  • 1892 - Grímsvötn
  • ? 1896 - Líklegt gos suður af Vestmannaeyjum
  • 1897 - Grímsvötn

20. öld

breyta
  • 1902-04 - Grímsvötn
  • 1905-06 - Grímsvötn
  • 1908-09 - Grímsvötn
  • 1910 - Grímsvötn. Öskufalls varð vart austanlands frá júní til nóvember.
  • 1913 - Mundafell / Lambafit austan við Heklu.
  • 1918 - Katla. Gosið hófst 12. október og var lokið 5. nóvember. Gosmökkurinn náði 14,3 km hæð og olli talsverðu tjóni í Skaftártungu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi og voru leitarmenn þar hætt komnir en margt fé týndist.
  • 1921 - Askja. Lítið hraungos.
  • 1922 - Askja. Lítið hraungos.
  • 1922 - Grímsvötn. Gos hófst í lok september og lauk innan mánaðar.
  • 1923 - Askja. Lítið hraungos.
  • 1923 - Grímsvötn. Smágos.
  • 1926 - Askja. Gos um sumarið. Lítil eyja myndaðist í Öskjuvatni.
  • 1926 - við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.
  • 1927 - við Esjufjöll. Smágos og allmikið hlaup undan Breiðamerkurjökli sem varð einum manni að bana.
  • ? 1929 - Askja
  • 1929 - Kverkfjöll. Eldur sást lengi um sumarið.
  • 1933 - Grímsvötn. Smágos.
  • 1934 - Grímsvötn. Gos hófst í lok mars og stóð fram í miðjan apríl.
  • 1938 - Grímsvötn. Gos nyrst í öskjunni en komst ekki upp úr jökulísnum.
  • ? 1941 - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
  • ? 1945 - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
  • 1947-48 - Hekla, gos nr. 14. Gosið hófst 29. mars með sprengingu. Gosmökkurinn náði 30 km hæð; öskufall til suðurs yfir Fljótshlíð og Eyjafjöll. Heklugjá opnaðist endilöng, um 0,8 km³ af hrauni runnu, mest til vesturs og suðvesturs úr Axlargíg.
  • ? 1954 - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
  • ? 1955 - Katla. Sennilega smágos undir jöklinum. Lítið hlaup.
  • 1961 - Askja. Hraungos hófst 26. október á um 300 m langri sprungu og stóð fram í lok nóvember.
  • 1963-67 - Vestmannaeyjar: Surtsey reis úr sæ 14. nóvember í neðasjávargosi suðvestur af Geirfuglaskeri. Síðar mynduðust eyjarnar Syrtlingur og Jólnir en hurfu fljótt aftur.
  • 1970 - Hekla, gos nr. 15. Gos hófst 5. maí í suðvesturhluta Heklugjár og í Skjólkvíum norðan fjallsins. Talsvert öskufall til NNV, allt norður í Húnavatnssýslur. Í fjallinu sjálfu hætti virknin eftir nokkra daga en í Skjólkvíum gaus í um 2 mánuði.
  • 1973 - Vestmannaeyjar. 1600 m löng gossprunga opnast austast á Heimaey 23. janúar. Um þriðjungur bæjarins fór undir hraun, yfir 400 eignir eyðilögðust. Eldfell myndaðist og Heimaey stækkaði til austurs.
  • 1975 - Kröflueldar, 1. gos 20. desember. Hraungos á stuttri sprungu við Leirhnjúk.
  • 1977 - Kröflueldar, 2. gos 27. - 29. apríl
  • 1977 - Kröflueldar, 3. gos 8. - 9. september
  • 1980 - Kröflueldar, 4. gos 16. mars
  • 1980 - Kröflueldar, 5. gos 10. - 18. júlí
  • 1980-81 - Hekla, gos nr. 16. Gosið hófst 17. ágúst og stóð fram á hinn 20.. Aska barst til norðurs, hraun rann mest til vesturs og norðurs. Gosið tók sig upp aftur 9. apríl árið eftir og lauk endanlega 16. apríl.
  • 1980 - Kröflueldar, 6. gos 18. - 23. október
  • 1981 - Kröflueldar, 7. gos 30. janúar - 4. febrúar
  • 1981 - Kröflueldar, 8. gos 18. - 23. nóvember
  • 1983 - Grímsvötn. Smágos í maílok.
  • ? 1984 - Grímsvötn. Sennilega smágos.
  • 1984 - Kröflueldar, 9. gos 4. - 18. september
  • ? 1985 - Lokahryggur undir Vatnajökli. Hugsanlegt smágos. Gosórói á mælum og sigkatlar í jöklinum.
  • 1991 - Hekla, gos nr. 17. Gos hófst 17. janúar í suðurhluta Heklugjár en dróst fljótt saman. Einn gígur austan í fjallinu var virkur til 17. mars. Talsvert hraun rann sunnan megin í fjallinu en öskufall var lítið.
  • 1996 - Gjálpargosið / Bárðarbunga. Gos hófst 30. september á 4-5 km sprungu undir jökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna og stóð til 13. október. Skjálftavirknin benti til kvikuhlaups frá Bárðarbungu. Bræðsluvatn rann til Grímsvatna og hljóp þaðan út á Skeiðarársand 5. nóvember.
  • 1998 - Grímsvötn. 18. - 28. desember.
  • 2000 - Hekla, gos nr. 18 26. febrúar - 8. mars.

21. öld

breyta

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Hvert er elsta berg landsins?“. Vísindavefurinn. Sótt 9. janúar 2024.
  2. „Hvert er elsta og yngsta berg Íslands?“. Vísindavefurinn. Sótt 9. janúar 2024.
  3. 3,0 3,1 Suðurlands, Markaðsstofa. „Nokkur stórgos utan eða í jaðri megineldstöðva“. Upplifðu Suðurland. Sótt 9. janúar 2024.
  4. 4,0 4,1 4,2 „Hversu gömul er Hekla?“. Vísindavefurinn. Sótt 9. janúar 2024.
  5. „Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?“. Vísindavefurinn. Sótt 9. janúar 2024.
  6. „Íslensk eldfjallavefsjá“. islenskeldfjoll.is. Sótt 9. janúar 2024.
  7. „Íslensk eldfjallavefsjá“. islenskeldfjoll.is. Sótt 9. janúar 2024.
  8. 8,00 8,01 8,02 8,03 8,04 8,05 8,06 8,07 8,08 8,09 8,10 8,11 8,12 8,13 8,14 8,15 8,16 8,17 8,18 8,19 8,20 8,21 8,22 8,23 8,24 8,25 „870‑1499 | Eldgos.is“. 26. mars 2010. Sótt 9. janúar 2024.
  9. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. mars 2021. Sótt 19. mars 2021.
  10. Ísleifsson, Kristín Ólafsdóttir,Atli (14. janúar 2024). „Eld­gos er hafið - Vísir“. visir.is. Sótt 14. janúar 2024.
  11. Ísleifsson, Hólmfríður Gísladóttir,Margrét Björk Jónsdóttir,Lovísa Arnardóttir,Atli (2. ágúst 2024). „Vaktin: Hraunið hefur náð Grinda­víkur­vegi - Vísir“. visir.is. Sótt 8. febrúar 2024.