Tungnaá

(Endurbeint frá Tungná)

Tungnaá (eða Tungná) er jökulá sem kemur úr vesturhluta Vatnajökuls og fellur til suðvesturs um Tungnaáröræfi uns hún sveigir til norðurs í Tungnárkróki og rennur í gegn um Sigöldulón, Hrauneyjalón, Sporðöldulón og til Þjórsár. Hún er stærsta þverá Þjórsár en árnar tvær koma saman í Sultartangalóni þar sem er virkjunin Sultartangastöð. Áin hefur einnig verið virkjuð við Sigöldu, Hrauneyjafoss og Búðahálsvirkjun. Tvær brýr eru yfir fljótið.

Tungnaá
Tungnaá við Sigöldufoss
Map
Einkenni
UppsprettaVatnajökull
Hnit64°23′40″N 18°01′07″V / 64.3944°N 18.0186°V / 64.3944; -18.0186
Árós 
 • staðsetning
Sultartangalón, í Þjórsá
Lengd129 km
Vatnasvið3040 km2
Rennsli 
 • miðlungs100 - 160 m3/sec, í sumar
breyta upplýsingum
Hrauneyjarlón

Áin er nefnd -Tuná eða -Túná í öllum fornum heimildum og aðeins fyrst -Tungnaá með Birni Gunnlaugssyni 1844, nafnið, að hún sé kennd við Biskupstungur, gæti því verið misskilin eftiráskýring.