1597
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1597 (MDXCVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 3. janúar - Eldgos hófst í Heklu.
- Johann Bockholt tók við hirðstjóraembætti af Brostrup Giedde.
- Elsta almanak sem vitað er um á íslensku, almanak Arngríms lærða, var prentað á Hólum.
Fædd
- 24. ágúst - Þorlákur Skúlason, Hólabiskup (d. 1656).
- Pétur Einarsson frá Ballará, lögréttumaður og skáld (d. 1666).
Dáin
- Á þorranum - Gissur Þorláksson, sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, fórst í snjóflóði á Hrafnseyrarheiði.
- Sigfús Guðmundsson, prestur og skáld á Stað í Kinn (f. um 1525).
Erlendis
breyta- 5. febrúar - 26 kristnir menn dóu píslarvættisdauða í Nagasaki í Japan. Japanir höfðu bannað allar kristnar trúarhreyfingar ári áður.
- Jakob (Malik Sagad 2.) varð Eþíópíukeisari í fyrra skiptið.
- Kylfustríðinu lauk.
- Kristján 4. Danakonungur giftist Önnu Katrínu af Brandenburg.
- Miguel de Cervantes varpað í fangelsi vegna skulda.
- Tycho Brahe hrökklaðist úr landi í Danmörku.
- Hollendingar uppgötvuðu eyna Balí.
- Hollendingum tókst að rjúfa einokun Portúgala á kryddverslun við Austur-Indíur.
Fædd
Dáin
- 20. júní - Willem Barents, hollenskur landkönnuður (f. um 1550).
- 9. október - Ashikaga Yoshiaki, japanskur shogun (f. 1537).