Skaftáreldar

stórt eldgos á Suðurlandi (1783-1784)

Skaftáreldar er heiti eldgoss sem hófst á hvítasunnudag, 8. júní árið 1783, í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu, og stóð fram í febrúar 1784. Í Skaftáreldum varð mesta hraunrennsli í einu gosi á jörðinni á síðasta árþúsundi og er heildarrúmál hraunsins um 12-14 km³ og flatarmál þess 580 km².

Lakagígar
Holuhraun 2014, sambærilegt, en mikið minna gos

Gosinu fylgdu aska og eiturefni sem barst um landið. Mikil gosmóða, rík af brennisteinssamböndum, barst út í gufuhvolfið og varð hennar vart um allt norðurhvel jarðar. Veturinn á eftir var harður um alla Evrópu en einkum þó á Íslandi, búfé féll og hungursneyð ríkti. Hörmungarnar sem fylgdu Skaftáreldum eru kallaðar Móðuharðindin eftir gosmóðunni. Þær stóðu yfir til ársins 1785. Talið að sauðfé hafi fækkað um allt að 80%, hrossum um 60% og nautgripum um 50%. Þessar hörmungar kostuðu meira en 10.000 manns (rúmlega 20% þjóðarinnar) lífið.

Í Eldriti sínu lýsir Jón Steingrímsson (kallaður eldklerkur) eldgosinu og eftirmálum þess á landinu.

Skaftáreldar höfðu áhrif annars staðar en á Íslandi. Þeir ollu kólnun um hálft stig á norðurhveli í eitt ár eða svo.

Heimildir

breyta
  • Skaftáreldar 1783
  • „Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað gerist hér á landi og annars staðar ef eldgos hefjast á Yellowstone-svæðinu?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvernig nákvæmlega voru Skaftáreldarnir? Hvernig var aðdragandinn og hvernig fór þetta allt fram?“. Vísindavefurinn.
  • Þjóðskjalasafn: Skaftáreldar
   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.