1797
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1797 (MDCCXCVII í rómverskum tölum)


Á Íslandi Breyta
- Apríl - Eldgos í Grímsvötnum.
- 30. júlí - Geir Vídalín vígður Skálholtsbiskup á Hólum í Hjaltadal af Sigurði Stefánssyni Hólabiskupi.
- 21. ágúst - Sveinn Pálsson gekk á Heklu í annað sinn.
- Árni Magnússon frá Geitastekk kom heim til Íslands eftir 44 ára flakk um heiminn.
- Reyniviðartré gróðursett við hús á Akureyri og stóð það allt til 1930.
Fædd
- 13. janúar - Magnús Stephensen, sýslumaður (d. 1866).
- Þorsteinn Daníelsson bóndi og smiður á Skipalóni (d. 1882).
Dáin
Erlendis Breyta
- 18. febrúar - Bretar lögðu undir sig eyjarnar Trínidad og Tóbagó.
- 17. apríl - Bretar reyndu að hertaka Púertó Ríkó en fóru halloka gegn Spánverjum.
- 12. maí - Napóleon Bónaparte hertók Feneyjar. Þar með leið meira en þúsund ára sjálfstætt borgríki undir lok.
- William Herschel uppgötvaði hringi reikistjörnunnar Úranusar.
- Bertel Thorvaldsen fór til Rómar, þar sem hann starfaði að höggmyndalist til 1838.
- Fyrsta franska lýðveldið varð gjaldþrota og allir pappírspeningar sem byltingarstjórnin hafði gefið út urðu verðlausir.
Fædd
- 31. janúar - Franz Schubert, austurrískt tónskáld (d. 1828).
- 22. mars - Vilhjálmur 1. Þýskalandskeisari (d. 1888).
- 18. maí - Friðrik Ágúst 2., konungur Saxlands (d. 1854).
- 30. ágúst - Mary Shelley, enskur rithöfundur (d. 1851).
- 7. október - Peter Georg Bang, danskur forsætisráðherra (d. 1861).
- 13. desember - Heinrich Heine, þýskt ljóðskáld (d. 1856).
Dáin
- 13. janúar - Elísabet Christine, drottning Prússlands, kona Friðriks 2. Prússakonungs (f. 1715).
- 22. febrúar - Münchhausen barón, þýskur herforingi og ævintýramaður (f. 1720).
- 2. mars - Horace Walpole, enskur stjórnmálamaður og rithöfundur (f. 1717).
- 9. júlí - Edmund Burke, írskur stjórnmálamaður (f. 1729).
- 10. september - Mary Wollstonecraft, breskur rithofundur og feministi (f. 1759).
- 16. nóvember - Friðrik Vilhjálmur 2., konungur Prússlands (f. 1744).