Fimmvörðuháls

Fimmvörðuháls nefnist svæðið milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Leiðin yfir hálsinn frá Skógum yfir í Goðaland er ein allra vinsælasta gönguleið landsins, en hún er um 22km löng og hækkun um 1000m. Á hálsinum er skáli ferðafélagsins Útivistar sem er glæsilegur og vandaður. Rétt sunnan við hálsinn er Baldvinsskáli, hann var endurnýjaður 2012 af Ferðafélagi Íslands og er góður áningarstaður fyrir göngufólk. Leiðin er sérstaklega fögur ef gengið er frá suðri til norðurs enda óvanalega mikið af fossum í Skógá og útsýn falleg niður í Þórsmörk þegar komið er yfir hálsinn. Jöklarnir ná saman á hálsinum svo gengið er að nokkru leyti í snjó. Ásamt kjarrlendi Þórsmerkur og grösugum heiðunum sunnan til gerir það að verkum að leiðin er mjög fjölbreytt, en getur þó einnig verið varasöm því skjótt skipast veður í lofti í nálægð við jökla.

Skilti á Fimmvörðuhálsi.
Fimmvörðuháls.
Baldvinsskáli.

Eldgos í Fimmvörðuhálsi 2010Breyta

Fréttir af eldgosi við Eyjafjallajökul fóru að berast eftir miðnætti þann 21. mars. Samkvæmt sjónarvottum sáust fyrstu ummerki um gosið rétt fyrir miðnætti þann 20. mars eða kl 23:58. 2010[1].

TenglarBreyta

Tengt efniBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist