Ögmundarhraun
Ögmundarhraun er hraunbreiða á Reykjanesskaga sem rann árið 1151 í Krýsuvíkureldum og á upptök sín í norðurhluta gígaraðar austan í Núpshlíðarhálsi. Ögmundarhraun stendur milli Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurberg. Sunnan til í hrauninu er tveir hólmar sem standa upp úr og er annar nefndur Óbrynnishólmi en hinn, sá austari Húshólmi. Hinum megin á nesinu rann Kapelluhraun í sjó fram í Straumsvík sennilega í sama gosi eða goshrinu.
Í Krýsuvík var áningarstaður á árum áður, þar komu menn við áður lagt var á hið illfæra Ögmundarhraun, en það var talið með verstu hraunum yfirferðar á Suðurlandi. Um hraunið er til gömul vísa, sem lýsir því allvel:
- Eru í hrauni Ögmundar
- ótal margir þröskuldar,
- gjótur bæði og grjótgarðar,
- glamra þar við skeifurnar.