1510
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1510 (MDX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Víðidalstungureið Einars Oddssonar og Péturs Loftssonar gegn Jóni Sigmundssyni.
- Mikið gos í Heklu, öskufall á Suðurlandi.
- Hans Rantzau varð hirðstjóri yfir Íslandi.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- Janúar - Katrín af Aragóníu eignaðist fyrsta barn þeirra Hinriks 8., andvana dóttur.
- 27. febrúar - Portúgalinn Afonso de Albuquerque lagði Goa á Indlandi undir sig.
- 21. apríl - Lýbikumenn sögðu Dönum stríð á hendur. Nokkru síðar gengu Svíar í lið með Lýbikumönnum.
- Peter Henlein í Nürnberg smíðaði fyrsta vasaúrið sem sögur fara af.
- Farsótt sem mögulega var inflúensa breiddist út frá Sikiley.
Fædd
- 22. júlí - Alessandro de' Medici, hertogi af Flórens (d. 1537).
- Ambroise Paré, franskur skurðlæknir (d. 1590).
Dáin
- 1. mars - Francisco de Almeida, fyrsti landstjóri Portúgala á Indlandi.
- 17. maí - Sandro Botticelli, ítalskur málari endurreisnartímans.
- Október - Giorgione, ítalskur listmálari (f. um 1477).
- 31. desember - Bianca Maria Sforza, keisaraynja, kona Maxímilíans 1., keisara hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1472).