1500
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1500 (MD í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 24 manna dómur nefndur á Alþingi til að skera úr um erfðadeilu sem nefnd var Möðruvallamál.
- Benedikt Hersten hirðstjóri lét dæma um verslun og fiskveiðar Englendinga á Íslandi.
- Hallsteinn Þorsteinsson og Sesselja Þorsteinsdóttir á Víðivöllum gáfu jörðina Skriðu í Fljótsdal til klausturhalds.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- Orrustan við Hemmingstedt - Danska hernum mistókst að leggja undir sig bændalýðveldið Þéttmerski.
- Önnur orrustan við Lepanto - Tyrkir sigruðu Feneyinga og lögðu Modon, Lepanto og Koron undir sig.
- Diogo Dias sá Madagaskar fyrstur Evrópubúa.
- Pedro Álvares Cabral gekk á land í Brasilíu og hófst þar með könnun landsins.
- Svisslendingurinn Jacob Nufer framkvæmdi fyrsta keisaraskurð sögunnar er eiginkona hans gat ekki fætt barn þeirra. Hann bjargaði þar með lífi hennar og barnsins.
Fædd
- 24. febrúar - Karl V, keisari hins heilaga rómverska ríkis (d. 1558).
- 1. nóvember - Benvenuto Cellini, ítalskur gullsmiður og myndhöggvari (d. 1571).
Dáin
- 29. maí - Bartolomeu Dias, portúgalskur sæfari, sigldi fyrstur Evrópumanna fyrir Góðrarvonarhöfða.