1768
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1768 (MDCCLXVIII í rómverskum tölum)

Drukknun Eggerts Ólafssonar.
Á ÍslandiBreyta
- 9. maí - Rannveig Egilsdóttir lauk ljósmóðurprófi á Staðarfelli í Dölum. Hún var fyrsta menntaða ljósmóðirin á Íslandi.
- 30. maí - Eggert Ólafsson drukknaði á Breiðafirði ásamt konu sinni og föruneyti.
- Christian von Proeck var skipaður stiftamtmaður eftir að Otto von Rantzau lést.
- Ósýnilega félagið gaf út Konungsskuggsjá á dönsku og latínu.
Fædd
Dáin
- 30. maí - Eggert Ólafsson, skáld og náttúrufræðingur (f. 1726).
- 30. maí - Ingibjörg Guðmundsdóttir, kona Eggerts Ólafssonar (f. 1734.
ErlendisBreyta
- 15. maí - Frakkar fengu Korsíku frá Genúamönnum við friðarsamninga í Versölum.
- 25. ágúst - Kortagerðarmaðurinn James Cook lagði af stað í fyrstu ferð sína til Kyrrahafs.
- 6. desember - Fyrsta hefti Encyclopaediu Britannicu kom út.
- Stríð á milli Rússlands og Tyrklands (1768–1774).
- Konunglega listaakademían í London var stofnuð.
Fædd
- 7. janúar - Joseph Bonaparte, eldri bróðir Napóleons, sem síðar varð konungur Napólí og Spánar (d. 1844).
- 28. janúar - Friðrik 6. Danakonungur (d. 1839).
- 12. febrúar - Frans 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1835).
- 21. mars - Jean Baptiste Joseph Fourier, franskur stærð- og eðlisfræðingur (d. 1830).
- 17. maí - Karólína af Brúnsvík, Englandsdrottning, kona Georgs 4. (d. 1821).
- 27. júlí - Charlotte Corday, frönsk kona sem myrti Jean-Paul Marat og var tekin af lífi (d. 1793).
Dáin
- 18. mars - Laurence Sterne, írskur rithöfundur (f. 1713).
- 19. apríl - Canaletto, ítalskur málari (f. 1697).
- 2. október - Otto von Rantzau, stiftamtmaður yfir Íslandi (f. 1719).
- Friedrich Wilhelm Hastfer, sænskur barón af þýskum ættum, stundum nefndur Hastfer hrútabarón (f. 1722).