1440
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1440 (MCDXL í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Eldgos í eða við Heklu.
- Gozewijn Comhaer Skálholtsbiskup fór úr landi en kom aftur tveimur árum síðar.
- Jón Gamlason varð ábóti í Þingeyraklaustri.
Fædd
Dáin
- Helgi Guðnason, lögmaður á Stóru-Ökrum.
Erlendis
breyta- 9. apríl - Eiríkur af Pommern settur af sem konungur Danmerkur og Kristófer af Bæjaralandi tók við.
- 22. október - Gilles de Rais, fyrirmyndin að Bláskeggi, játaði á sig morð á fjölda barna og var dæmdur til dauða.
- 27. nóvember - Karl hertogi af Orléans, nýkominn heim eftir að hafa verið gísl í Englandi í tæpan aldarfjórðung, giftist þriðju konu sinni, Maríu af Cleves.
Fædd
- 22. janúar - Ívan mikli Rússakeisari (d. 1505).
- Steinn Sture eldri, ríkisstjóri Svíþjóðar 1470–1497 og 1501–1503.
Dáin
- 26. október - Gilles de Rais, franskur aðalsmaður (hengdur) (f. 1404).
- (líklega) - Jón Vilhjálmsson Craxton, biskup á Hólum og í Skálholti.