1160
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1160 (MCLX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Hvamm-Sturla gekk að eiga Guðnýju Böðvarsdóttur.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 19. janúar - Heiji-byltingin hófst í Japan og stóð til 15. febrúar.
- 18. maí - Eiríkur Svíakonungur, síðar Eiríkur helgi, var drepinn (dagsetning samkvæmt helgisögu Eiríks).
- Magnús Hinriksson tók við af Eiríki helga sem konungur Svíþjóðar. Raunar er margt óljóst um konunga Svíþjóðar á 11. og 12. öld og sumar heimildir segja að Karl Sörkvisson hafi tekið við af Eiríki en nefna ekki Magnús.
- Nóvember - Loðvík 7. Frakkakonungur giftist þriðju konu sinni, Adelu af Champagne, aðeins fimm vikum eftir að Konstansa drottning lést.
Fædd
- 4. október - Alísa af Frakklandi (d. um 1220).
- (líklega) Innósentíus III páfi (d. 1216).
- Sibylla af Jerúsalem, dóttir Almareks 1. (d. 1190).
- Dulce, drottning Portúgals, kona Sanchos 1. (d. 1198)
Dáin
- 18. maí - Eiríkur helgi, konungur Svíþjóðar (samkvæmt sumum heimildum dó hann ekki fyrr en 1162).
- 4. október - Konstansa, drottning Frakklands (f. 1141).