1638
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1638 (MDCXXXVIII í rómverskum tölum) var 38. ár 17. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 28. febrúar - Skoskir sáttmálamenn undirrituðu sáttmála sem hafnaði því að vald konungs kæmi frá guði í beinni andstöðu við þá fyrirætlun Karls 1. að flytja ensku biskupakirkjuna inn til Skotlands.
- 5. mars - Frakkland og Svíþjóð gerðu með sér Hamborgarsamninginn sem kvað á um greiðslu til Svía fyrir hernaðaraðgerðir gegn Habsborgurum.
- 29. mars - Fyrstu sænsku landnemarnir komu til Nýju Svíþjóðar þar sem nú er Delaware.
- 15. apríl - Síðustu leifar Shimabarauppreisnarinnar í Japan voru sigraðar af her sjógunsins.
Ódagsettir atburðir
breyta- Hollendingar hófu að setjast að á Seylon.
- Hollendingar stofnuðu nýlendu á Máritíus.
- Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir voru sektuð um einn ríkisdal fyrir frillulífi á Suðurnesjum.
Fædd
breyta- 1. janúar - Sai annar Japanskeisari (d. 1685).
- 15. mars - Shunzhi, keisari Kingveldisins í Kína (d. 1661).
- 6. ágúst - Nicolas Malebranche, franskur heimspekingur (d. 1715).
- 5. september - Loðvík 14., Frakkakonungur (d. 1715).
- 10. september - María Teresa frá Spáni, Frakklandsdrottning (d. 1683).
- 25. nóvember - Katrín Braganza, Englandsdrottning (d. 1705).
Ódagsett
breyta- Eiríkur í Vogsósum, galdramaður (d. 1716).
Dáin
breyta- 21. janúar - Ignazio Donati, ítalskt tónskáld (f. 1570).
- 6. maí - Cornelius Jansen, franskur faðir Jansenismans (f. 1585).
- 25. júní - Juan Pérez de Montalbán, spænskur rithöfundur (f. 1602).
- 2. júlí - Gísli Oddsson, biskup í Skálholti (f. 1593).
- 11. nóvember - Cornelis Corneliszoon frá Haarlem, hollenskur listmálari (f. 1562).
- Ónafngreind kona og ónafngreindur karl tekin af lífi á Seltjarnarnesi, fyrir blóðskömm.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.