1659
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1659 (MDCLIX í rómverskum tölum) var 59. ár 17. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 11. febrúar - Áhlaupið á Kaupmannahöfn: Sænski herinn gerði áhlaup á Kaupmannahöfn sem var hrundið.
- 25. maí - Richard Cromwell sagði af sér stöðu lávarðs enska samveldisins.
- 31. maí - Holland, England og Frakkland gerðu með sér Hagsáttmálann.
- 6. október - Hollenskt kaupskip sökk í höfninni í Flatey á Breiðafirði.
- 12. október - Enska Afgangsþingið sagði John Lambert og öðrum herforingjum upp störfum.
- 13. október - John Lambert rak Afgangsþingið út.
- 7. nóvember - Frakkar og Spánverjar gerðu með sér Pýreneasáttmálann og bundu þannig enda á 24 ára stríð milli ríkjanna.
- 14. nóvember - Danir og Hollendingar tóku sænskar hersveitir á Fjóni til fanga eftir orrustuna um Nyborg.
Ódagsettir atburðir
breyta- Hallgrímur Pétursson lauk við að yrkja Passíusálmana.
- Jón Magnússon þumlungur lauk við að semja Píslarsögu sína.
Fædd
breyta- 20. júlí - Hyacinthe Rigaud, franskur listmálari (d. 1743).
- 10. september - Henry Purcell, enskt tónskáld (d. 1695).
Dáin
breyta- 10. október - Abel Tasman, hollenskur landkönnuður (f. 1603).
- Ingimundur Illugason og Valgerður Jónsdóttir tekin af lífi í Snæfellssýslu, fyrir blóðskömm.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.