1660
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1660 (MDCLX í rómverskum tölum) var 60. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 13. febrúar - Karl 11. varð konungur Svíþjóðar eftir lát föður síns Karls 10.
- 16. mars - Langa þingið var leyst upp.
- 23. apríl - Svíþjóð og Pólland gerðu með sér Oliwasáttmálann.
- 25. maí - Konungdæmið endurreist í Englandi með krýningu Karls 2..
- 27. maí - Svíar og Danir gerðu með sér Kaupmannahafnarsáttmálann sem batt endi á Norðurlandastríðið og Danir endurheimtu Þrándheim og Borgundarhólm.
- 18. október - Friðrik 3. Danakonungur kom á einveldi í Danmörku með friðsamri hallarbyltingu.
- 3. nóvember - Kötlugos hófst og fylgdu því miklir jarðskjálftar og jökulhlaup. Gosið stóð fram á vetur.
- 28. nóvember - Konunglega enska vísindafélagið (The Royal Society of London for the Improvement of Natural Knowledge) var stofnað í London. Félagið telur sig vera elsta lærdómsfélag heims sem enn er starfandi.
Ódagsettir atburðir
breytaFædd
breyta- 2. maí - Alessandro Scarlatti, ítalskt tónskáld (d. 1725).
- 30. ágúst - Steinn Jónsson Hólabiskup (d. 1739).
- September - Daniel Defoe, enskur rithöfundur og blaðamaður (d. 1731).
Dáin
breyta- 2. febrúar - Govert Flinck, hollenskur málari (f. 1615).
- 13. febrúar - Karl 10. Gústaf Svíakonungur (f. 1622).
- 6. ágúst - Diego Velásquez, spænskur listmálari (f. 1599).